Skip to main content

Áherslusvið í uppeldis- og menntunarfræði

Áherslusvið í uppeldis- og menntunarfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Í uppeldis- og menntunarfræði er hægt að stunda nám til MA-gráðu með áherslu á sérsvið. 

Námið veitir nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á mikilvægum viðfangsefnum á sviði menntunar, skóla og einstaklingsþroska. Fengist er við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmynd, fjölskyldum, skólum, kynferði, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa, og þróun skólakerfa. Námið leggur einnig grunn að fræði- og rannsóknarstörfum á þessum sviðum.

Í náminu er hugað að ýmsum þáttum er varða uppeldi og menntun í nútímasamfélagi. Áhersla er lögð á að nemar geti valið um áherslur námsins með hliðsjón af eigin áhuga, rannsóknarviðfangsefni og áherslum í starfi.

Nánar um námið í kennsluskrá