Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði

Uppeldis- og menntunarfræði

120 einingar - M.Ed./MA-gráða

. . .

Í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði er lögð áhersla á sveigjanlegt nám m.a. til að koma til móts við nemendur sem vilja stunda nám samhliða vinnu. Nemendur geta stundað námið á þeim hraða sem þeim hentar best. Sveigjanlegt nám er blanda af staðnámi og fjarnámi.

Um námið

Í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði búa nemendur sig undir fjölbreytileg störf við rannsóknir á sviði uppeldis og kennslu, menntunar og umönnunar eða störf þar sem rannsóknir eru nýttar við stefnumótun og stjórnun í skólakerfinu sem og annars staðar í atvinnulífinu.

Áherslur í námi

Boðið er upp á fjölbreytt fræðilegt sem og starfstengt nám á mörgum námsleiðum í uppeldis- og menntunarfræðum. Nemendur velja milli áherslusviða svo sem menntastjórnunar, sérkennslu, fjölmenningar, lífsleikni og margt fleira. 
 

Nánar um námið

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

  • Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7,25).
  • Við inntöku í meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana er gerð krafa um minnst tveggja ára starfsreynslu eftir bakkalárnám.
Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Í náminu búa nemendur sig undir fjölbreytileg störf við rannsóknir á sviði uppeldis og kennslu, menntunar og umönnunar eða störf þar sem rannsóknir eru nýttar við stefnumótun og stjórnun í skólakerfinu sem og annars staðar í atvinnulífinu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla
  • Stjórnun
  • Ráðgjöf
  • Rannsóknir
  • Stjórnsýsla
  • Alþjóðlegt samstarf

Félagslíf

Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi öflugt nemendafélag, Padeia. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Padeia starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Padeia er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar. Nefang: padeia.hi@gmail.com.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til  Guðrúnar Eysteinsdóttur, deildarstjóra Uppeldis- og menntunarfræðideildar.

Sími 525-5951
gudruney@hi.is

Netspjall