Þróunarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Þróunarfræði

Þróunarfræði

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Námi í þróunarfræðum er ætlað að veita nemendum fræðilega, hagnýta og aðferðafræðilega þekkingu til að takast á við viðfangsefni á sviði þróunarmála, jafnframt því að undirbúa þá undir rannsóknarvinnu.

Um námið

Námið, sem er þverfræðilegt, er kennt á vegum námsbrautar í mannfræði. Inntökuskilyrði er að hafa lokið háskólaprófi með fyrstu einkunn. Námið er kennt í staðnámi og fjarnámi.

Hægt er að velja eftirfarandi kjörsvið:

  • Þróunarfræði
  • Hnattræn heilsa
  • Kyn og þróun

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MA nám:
Inntökuskilyrði er BA-, B.Ed-, BS-próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt háskólapróf.

Diplómanám:
Inntökuskilyrði er BA-, B.Ed-, BS-próf eða sambærilegt háskólapróf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Störf að loknu námi geta t.d. verið hjá þróunarstofnunum, frjálsum félagasamtökum og alþjóðlegum stofnunum, t.d. Sameinuðu þjóðunum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Þróunarstofnanir
  • Frjáls félagasamtök
  • Alþjóðlegar stofnanir
  • Kennsla
  • Rannsóknir

Félagslíf

Félag nemenda í þróunarfræði nefnist Homo.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

Hafðu samband

Skrifstofa Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar
1. hæð í Gimli
Opið virka daga 10-12 & 13-15:30

525-5444 - nemFVS@hi.is

Þjónustuborð Félagsvísindasviðs

Netspjall