Skip to main content

Spænska

Spænska

BA gráða

. . .

Í námi til BA-prófs í spænsku öðlast nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu.

Um námið

Nemendur kynnast menningu Spánar og Rómönsku Ameríku: Bókmenntum, kvikmyndum, þjóðlífi og hugmyndasögu. Þeir fá þjálfun í rit- og talmáli á fyrstu námsstigum og áhersla er lögð á fræðileg og sjálfstæð vinnubrögð. Einnig fá nemendur innsýn í heim þýðinga og kynnast sögu tungumálsins og þróun.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Nemendur þurfa að hafa lokið minnst 4 missera námi í spænsku eða hafa sambærilega þekkingu. Gert er ráð fyrir því að færni nemenda við upphaf BA-náms í spænsku sé B1, sbr. viðmiðunarramma Evrópuráðsins.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í spænsku má flétta saman við annað nám á Hugvísindasviði og utan þess á ýmsan hátt. Námsbrautin er í góðu samstarfi við háskóla á Spáni, í Rómönsku Ameríku og víðar. Nemar í spænsku geta tekið hluta af námi sínu erlendis (eitt eða tvö misseri) og kynnst ólíkum menningarheimum af eigin raun. Góð tungumálakunnátta nýtist á margvíslegan hátt og í nútímaþjóðfélagi er færni í tungumálum afar eftirsóknarverð. BA-próf í spænsku getur verið lykill að spennandi framtíðarstarfi, m.a. vegna þess hversu auðvelt er að samþætta það öðru námi þar sem tungumálakunnátta skiptir sköpum. Einnig er hægt er að stunda framhaldsnám í spænsku við Háskóla Íslands. Nám í spænsku getur auk þess verið undirstaða fyrir nám eða framhaldsnám í öðrum greinum í spænskumælandi löndum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðlun.
  • Ferðaþjónusta.
  • Alþjóðasamskipti.
  • Stjórnmál.
  • Viðskipti.
  • Þýðingar.
  • Fræðastörf.
  • Kennsla.

Félagslíf

Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Nemendafélagið heldur úti heimasíðuFacebook-hóp og Facebook-síðu. Kvikmyndaklúbburinn Cine Club Hispano býður upp á vikulegar kvikmyndasýningar.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall