Skip to main content

Sálfræði - Cand. psych. starfsréttindanám

Sálfræði

120 einingar - cand. psych. gráða

. . .

Vilt þú starfa sem sálfræðingur? Þá er Cand. psych. starfsréttindanámið fyrir þig. Námið er 120 eininga starfstengt kandídatsnám með tveimur áherslusviðum; í klínískri sálfræði fullorðinna og klínískri barnasálfræði og skólasálfræði. 

Um námið

Cand. psych. nám er fræðilegt og verklegt framhaldsnám við Sálfræðideild HÍ sem uppfyllir skilyrði laga um rétt til að starfa sem sálfræðingar.

Námið tekur 2 ár og á fyrra árinu er áherslan á námskeið en seinna árið felst einkum í starfsþjálfun og vinnu að lokaverkefni.

Meira um námið

Sálfræðiráðgjöf háskólanema

Sálfræðideild HÍ starfrækir Sálfræðiráðgjöf háskólanema. Sálfræðiráðgjöfin er í senn þjálfunarstöð fyrir cand. psych. nema í sálfræði undir handleiðslu sérfræðinga og frábært tækifæri fyrir nemendur háskólans og börn þeirra að sækja sálfræðiþjónustu gegn vægu gjaldi. 

Meira um Sálfræðiráðgjöf háskólanema.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Að jafnaði er námið aðeins opið þeim er lokið hafa 180 eininga BA/BS-námi í sálfræði með fyrstu einkunn. Námsgráður í sálfræði frá öðrum háskólum en Háskóla Íslands eru metnar með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Fjöldi nýrra nemenda í framhaldsnámi í sálfræði (til cand. psych.-gráðu með starfsréttindi skv. lögum nr. 40/1976) takmarkast við 20.

Ef umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn byggist val nemenda á eftirtöldum sjónarmiðum:

 • Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða röðun aðaleinkunnar á lokaprófi í sálfræði
 • Námi að loknu BS/BA-prófi í sálfræði
 • Rannsóknareynslu og birtingu fræðigreina
 • Starfsreynslu umsækjenda
 • Greinargerðum um fræðileg og fagleg áform í námi og starfi. Hámark ein bls.
 • Meðmælabréfi
 • Viðtölum ef þurfa þykir
 • Inntökuprófi ef þurfa þykir
Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Fólk með framhaldsmenntun í sálfræði vinnur margvísleg störf víðs vegar í atvinnulífinu. Til þess að mega kalla sig sálfræðing og starfa sem slíkur þarf að ljúka cand. psych. prófi.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

 • Ráðgjöf og meðferð
 • Rannsóknir
 • Stefnumótun
 • Stjórnun

Félagslíf

Eros, félag framhaldsnema í sálfræði er með öfluga starfsemi.

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Odda, 1. hæð, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sími 525-4240
saldeild@hi.is

Opið virka daga frá kl. 10-12 og 13-15:30

Sálfræðiráðgjöf háskólanema 

Netspjall