Táknmálsfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Táknmálsfræði

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun

BA gráða

. . .

Táknmálsfræði er fyrst og fremst leitast við að kenna nemendum færni í íslensku táknmáli og veita þeim þekkingu á menningarheimi heyrnarlausra. Nemendur fá þjálfun í málnotkun, málfræði táknmálsins og fræðslu um menningu og sögu heyrnarlausra.

Um námið

Kennsla í táknmálsfræði og táknmálstúlkun fer fram í fyrirlestrum, samræðuformi og hópavinnu. Mikil áhersla er lögð á þátttöku nemenda í tímum, sérstaklega þar sem fram fer þjálfun í málnotkun og túlkun.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Umsagnir nemenda

Eva Engilráð Thoroddsen
Táknmálsfræðinemi

Upphaflega ætlaði ég að fara í táknmálsfræði og stefndi á að verða táknmálstúlkur. Eitt leiddi að öðru og í dag er ég talmeinafræðingur. Bakgrunnur minn í táknmálsfræðinni hefur reynst mér mjög vel í mínu starfi og hefur gefið mér ákveðna sérstöðu á því sviði sem ég starfa við. Táknmálsfræðin hefur reynst mér mjög vel og sé ég ekki eftir því að hafa farið þessa leið.

Tinna Hrönn Óskarsdóttir
Nemi í táknmálsfræði og táknmálstúlkun

Ég kynntist táknmálinu lítillega í menntaskóla og fann þar strax að þetta nám var eitthvað sem átti vel við mig. Ég skráði mig því í táknmálsfræði og táknmálstúlkun í HÍ og sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun. Námið er á sama tíma krefjandi og skemmtilegt. Skyggnst er inn í heim málminnihlutahópsins ásamt því að tungumálið er skoðað í þaula. Þetta nám hentar vel þeim sem vilja vinna í persónulegu og notalegu umhverfi og hafa áhuga á að uppgötva nýja og spennandi hluti sem íslenska táknmálið hefur upp á að bjóða. Kennararnir, allir sem einn, eru frábærir og hver og einn þeirra leggur sig allan fram svo maður nái sem bestum tökum á tungumálinu. Ég mæli eindregið með táknmálsfræði og táknmálstúlkun.

Félagslíf

Nemendafélag táknmálsfræðinema heitir Hending. Félagsmenn sjá um að kjósa nemendur í nefndir í tengslum við greinina sem þeir eiga rétt á að sitja í.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall