Skip to main content

Rafmagns- og tölvuverkfræði

Rafmagns- og tölvuverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Snjallsímar, flugvélar og tölvuleikir eru örfá dæmi um hluti úr daglega lífinu sem byggja á rafmagns- og tölvuverkfræði.

Nám í rafmagns- og tölvuverkfræði veitir nemendum góða undirstöðuþekkingu á hönnun vélbúnaðar og hugbúnaðar og gerir nemendum kleift að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Grunnnám

Meginmarkmið námsins er að byggja sterka undirstöðu á helstu sviðum rafmagns- og tölvuverkfræði. Grunnnámi lýkur með B.S. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði. Í boði eru þrjú kjörsvið:

Meðal viðfangsefna

  • Hönnun og greining raforkukerfa
  • Greining og úrvinnsla merkja og myndgagna
  • Þróun fjarskiptatækja og kerfa
  • Þróun skynjara, mælitækni og stýringa
  • Tölvubúnaður ígreyptur í einstök tæki
  • Hönnun tækja til greininga og eftirlits sjúklinga

 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf  eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Þjálfun í að greina viðfangsefni og velja aðferðir til úrlausnar gerir rafmagns- og tölvuverkfræðinga einnig eftirsótta til margvíslegra annarra starfa en hefðbundinna verkfræðistarfa.

Mikil eftirspurn er eftir rafmagns- og tölvuverkfræðimenntuðu fólki á vinnumarkaði hérlendis og erlendis og bendir allt til að svo verði áfram. 

Fyrrverandi nemendur eru í forystuhlutverkum á mörgum sviðum atvinnulífsins. Má þar nefna í nýsköpunarfyrirtækjum eins og Meniga og Datamarket, hátæknifyrirtækjum eins og Össuri, Marel, Decode, Vaka, Nox Medical og CCP, en einnig í bönkum og ráðgjafarfyrirtækjum.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á meistaranám í rafmagns- og tölvuverkfræði.

Í doktorsnámi stendur val um þrjár áhersluleiðir: rafmagns- og tölvuverkfræði, tölvuverkfræði og rafmagnsverkfræði.

Markmið með meistaranáminu er að nemandi sérhæfi sig á tilteknu sviði innan rafmagns- og tölvuverkfræði.

Nemandi velur sér í upphafi náms umsjónarkennara úr hópi fastra kennara. Í samráði við kennara velur nemandi námskeið sem veita góða þekkingu á áhugasviði nemandans.

Rafmangs- og tölvuverkfræði, MS, 120e
Endurnýjanleg orka - vistvæn orkuverkfræði, MS, 120e

Félagslíf

  • Félag nemenda við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild kallast VÍR
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi nemenda og stendur fyrir ýmsum viðburðum, svo sem vísindaferðum og árshátíð 
  • Félagið gætir hagsmuna nemenda og á fulltrúa í nefndum og á deildarfundum 
  • Nánari upplýsingar eru á vefsíðu félagsins: www.rafnem.hi.is

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall