Guðfræði, mag. theol. | Háskóli Íslands Skip to main content

Guðfræði, mag. theol.

Guðfræði

120 einingar - mag. theol. gráða

. . .

Guðfræði, mag. theol

Meistaranám í guðfræði er tveggja ára 120 eininga nám til embættisprófs í guðfræði. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BA-prófi í guðfræði sem er samsett úr þeim námskeiðum sem eru undanfari meistaranámsins. Lágmarkseinkunn til að innritast í mag. theol. nám er fyrsta einkunn 7,25.

Um embættispróf í guðfræði

Námið er einkum skipulagt sem starfsnám presta að loknu BA-námi í guðfræði. Um er að ræað tveggja ára 120 eininga framhaldsnám á meistarastigi við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA próf í guðfræði

Umsagnir nemenda

Dagur Fannar Magnússon
Guðfræðinemi

Námið í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild er fjölbreytt, skemmtilegt og snertir flesta þætti mannlegrar tilveru og er guðfræðinni því ekkert óviðkomandi. Námið er persónumiðað og byggist mikið upp á samræðum nemenda og kennara. Ekki skemmir fyrir að nemendur og starfsfólk deildarinnar þekkjast nokkuð vel og myndast því mjög vinalegt andrúmsloft. Akademísk gagnrýni er mikil og því hentar námið bæði trúuðum og trúleysingjum og getur bæði vegið að og styrkt trú fólks.

Jónína Ólafsdóttir
Embættispróf í guðfræði

Það sem stendur uppúr við námslok mín við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er hvað námið gaf mér víða sýn á eðli manneskjunnar. Námið er gríðarlega fjölbreytt og nálgast á þverfaglegan hátt mismunandi viðfangsefni hugvísinda. Smæð deildarinnar er tvímælalaust kostur fyrir nemandann og gerir það að verkum að aðgengi að kennurum er gott, auðvelt er að hafa áhrif á stefnumótun deildarinnar og góð stemmning skapast meðal nemenda.

Bryndís Böðvarsdóttir
Embættispróf í guðfræði

Að hefja nám í guðfræði er að halda á vit ævintýranna. Námsefnið er fjölbreytt og spennandi. Maður lærir sagnfræði, kynnist spennandi fornleifafundum frá söguslóðum Biblíunnar, lærir um ólík trúarbrögð, siðfræði, heimspeki og ýmsar guðfræðikenningar í gegnum aldirnar. Hægt er að læra grísku og hebresku ásamt ritskýringu á textum Biblíunnar. Einnig sálgæslu, einhverja uppeldis- og sálfræði auk annars. Gott samstarf er á milli kennara og nemenda, góður mórall í deildinni og allir yndislega hjálpsamlegir og vingjarnlegir.

Aldís Rut Gísladóttir
Embættispróf í guðfræði

Námið við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er alveg einstakt. Námið sjálft er mjög akademískt, fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Námskeiðaúrvalið er spennandi og kennararnir eru fræðimenn fram í fingurgóma sem hafa mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Guðfræðinámið er mannbætandi nám og það hefur gert mig að heilsteyptari manneskju. Þar sem deildin er ekki stór kynnist maður kennurum og öðrum nemendum vel. Sú vinátta sem ég hef stofnað til í náminu er vinátta sem mun vara ævilangt. Ég mæli eindregið með guðfræði og trúarbragðafræði.

Sigfús Jónasson
Embættispróf í guðfræði

Eftir fimm ára nám í guðfræði hefur þekking mín á manneskjunni, sögu og menningu, guðfræði, siðfræði, vistfræði og hinum ýmsu hugmyndafræðilegu stefnum aukist svo um munar. Guðfræðin hefur gefið mér tól sem hjálpa mér að greina betur hvernig manneskjan upplifir sig í heimi sem í senn er fjölbreytilegur og margslunginn. Það sem gerir guðfræðina spennandi er að hún tekur á spurningum sem krefjast áheyrnar og snerta okkur öll – óháð því hvaða afstöðu fólk hefur til trúar.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall