Skip to main content

Lífefna- og sameindalíffræði

Lífefna- og sameindalíffræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Námsbraut í lífefna- og sameindalíffræði er sameiginleg Raunvísindadeild og Líf- og umhverfisvísindadeild.

Grunnnám til BS-prófs tekur þrjú ár.

Námið er bundið fyrstu tvö árin og fá nemendur góða undirstöðuþekkingu í efnafræði og líffræði og haldgóða verklega þjálfun.

Á þriðja ári skiptist námið í tvö kjörsvið sem bjóða upp á mismunandi valfög.

Bæði kjörsviðin veita þó sömu réttindi að loknu BS-prófi.

Grunnnám

Í boði eru tvö kjörsvið:

Nemar í lífefnafræði brautskrást frá Raunvísindadeild. Nemar í  sameindalíffræð brautskrást frá Líf- og umhverfisvísindadeild.

 

Meðal viðfangsefna

  • Frumulíffræði
  • Örverufræði
  • Eðlisfræði
  • Stærðfræði
  • Efnafræði
  • Lífræn efnafræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám í lífefna- og sameindalíffræði skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í lífefna- og sameindalíffræði: 35 fein (21 gamlar ein)  í stærðfræði og 50 fein (30 gamlar ein) í náttúrufræðigreinum, þar af a.m.k. 10 fein (6 gamlar ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 gamlar ein) í efnafræði og 10 fein (6 gamlar ein) í líffræði).

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Lífefna- og sameindalíffræðingar með BS-próf hafa þjálfun til starfa við rannsóknir og til starfa í framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum.

Nýleg verkefni snúast um rannsóknir í erfðavísindum. Umhverfisrannsóknir svo sem fiskeldi, þróun lífrænna orkugjafa og hagnýtingu hveraörvera og nytjaplantna til lífefnaframleiðslu er einnig starfsvettvangur.

Lífefnafræðingar og sameindalíffræðingar starfa meðal annars hjá lyfjafyrirtækjum, matvælastofnunum, líftæknifyrirtækjum, heilbrigðisstofnunum, menntastofnunum, framleiðslufyrirtækjum og hjá rannsóknarfyrirtækjum.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Í meistaranámi taka nemendur námskeið og vinna að rannsóknarverkefni sem geta verið misstór. Markmiðið er að nemendur geti stundað sjálfstæða vísindaiðkun og að þeir öðlist sérþekkingar á sínu fagsviði.

Félagslíf

  • HVARF er félag nemenda í lífefna- og sameindalíffræði. 
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
  • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
  • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð

Hvarf Facebook 

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall