Skip to main content

Tölvunarfræði

Tölvunarfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Nám til BS-prófs í tölvunarfræði er eitt það hagnýtasta sem völ er á. Tölvunarfræðingar taka virkan þátt í þróun, hönnun, prófun, breytingu og forritun hugbúnaðar og starfa með fólki úr mörgum fagstéttum.

Uppbygging og rekstur nútímaþjóðfélags byggist í veigamiklum atriðum á hugbúnaði og námið miðar að því að nemendur verði færir um að þróa og reka traustan og skilvirkan hugbúnað.

Grunnnám

Kjörsvið eru tvö:

Almenna kjörsviðið veitir breiðan almennan grunn í tölvunarfræði. Reiknifræðikjörsvið miðar að því að gera nemendur hæfa til þess að takast á við reiknifræðilega líkanagerð og fræðilegri þætti tölvunarfræði.

Meðal viðfangsefna

  • Stærðfræði
  • Greining, hönnun og notkun gagnasafna
  • Tölvugrafík og leikjaforritun
  • Smíði tölvuviðmóta
  • Hönnun, greining og notkun forritunarmála
  • Fræðileg tölvunarfræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að stúdent hafi lokið a.m.k. 21 einingum (35 fein) í stærðfræði og auk þess 18 einingum (30 fein) í náttúrufræðigreinum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Starfsvettvangur tölvunarfræðinga er mjög fjölbreyttur og einkennist af örri þróun.

Tölvunarfræðingar leika víða lykilhlutverk bæði hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum.

Tölvunarfræðingar frá Háskóla Íslands eru eftirsóttir starfskraftar.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á framhaldsnám í tölvunarfræði. Meistaraverkefnin eru oft hagnýt og unnin í samvinnu við fyrirtæki eða stofnanir.

Meistaraverkefni geta sprottið af áhuga nemanda á tilteknu viðfangsefni eða tengst rannsóknarverkefnum kennara. 

Félagslíf

  • Nörd er nemendafélag tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
  • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
  • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð.

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall