Skip to main content

Hugbúnaðarverkfræði

Hugbúnaðarverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Háskóli Íslands var einn af frumkvöðlum á alþjóðavísu í að bjóða nám í hugbúnaðarverkfræði. Greinin er ört vaxandi og deildin fylgist vel með skilgreiningu náms á heimsvísu og er í tengslum við aðra háskóla á þessu sviði. Í náminu læra nemendur hönnun, forritun og prófun hugbúnaðar. 

Grunnnám

Hugbúnaðarverkfræði er hagnýtt nám.

Kenndar eru kerfisbundnar aðferðir við að hanna, þróa, reka og viðhalda hugbúnaði.

Síðar bætist við rekstrarfræði og stjórnun af ýmsu tagi. Stjórnunarþátturinn greinir hugbúnaðarverkfræði frá tölvunarfræði.

""

Meðal viðfangsefna

 • Stærðfræði og eðlisfræði
 • Skipulag og hönnun stórra forritunarverkefna
 • Forritun af ýmsu tagi
 • Hönnun, greining og notkun gagnasafnskerfa
 • Þarfagreining og kröfulýsingar
 • Verkefnastjórnun og gæðastjórnun
 • Rekstrarfræði
 • Hönnun, greining og notkun gagnamóta
 • Helstu tegundir forritunarmála
 • Reiknifræði, bestun, tölfræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Starfsvettvangur hugbúnaðarverkfræðinga er mjög fjölbreyttur.

Meðal þess sem þeir fást við er stjórnun hvers kyns hugbúnaðartengdra verkefna. Þeir eru eftirsóttir til að stjórna deildum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem hugbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Hægt er að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla.Ýmsir möguleikar á styrkjum. Meistarapróf er nauðsynlegt til að öðlast réttindi til að bera starfsheitið verkfræðingur.

Hugbúnaðarverkfræði MS, 120 einingar

Hugbúnarðarverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar

Félagslíf

 • Nemendafélag hugbúnaðarverkfræðinema heitir NÖRD
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi nemenda og stendur fyrir ýmsum viðburðum á hverju ári. Þar má nefna vísindaferðir, árshátíð og fleira
 • Félagið gætir hagsmuna nemenda og á fulltrúa á deildarfundum og deildarráðsfundum og í ýmsum nefndum

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall