Skip to main content

Náms- og kennslufræði

Náms- og kennslufræði

120 einingar - M.Ed./MA gráða

. . .

M.Ed./MA í náms- og kennslufræði er meistaranám fyrir kennara sem hafa leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum og annað fagfólk á sviði uppeldis og menntunar. Markmið námsins er að nemendur dýpki þekkingu sína í náms- og kennslufræði, efli starfshæfni og sérhæfi sig á afmörkuðum fræðasviðum. Nemandi þarf að ljúka 30 einingum á kjörsviði til að fá sérhæfingu viðurkennda.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í náms- og kennslufræði M.Ed. og MA gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið B.Ed.-gráðu og hafi leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigríðar Pétursdóttur, deildarstjóra Kennaradeildar

Sími 525-5917
sigridu@hi.is

Netspjall