Skip to main content

Menntunarfræði leikskóla, M.Ed.

Menntunarfræði leikskóla

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Ertu með bakkalárgráðu í annarri háskólagrein og langar að verða leikskólakennari? M.Ed.-nám í menntunarfræði leikskóla er ætlað fólki sem hyggur á störf í leikskóla og lokið hefur grunnnámi í grein sem samþætta má menntun barna í leikskóla. Leikskólakennarar starfa á margvíslegum vettvangi, m.a. sem leikskólastjórar, deildarstjórar, kennslufulltrúar, þróunarfulltrúar og við ýmiss konar ráðgjöf.

Um námið

M.Ed. í menntunarfræði leikskóla er tveggja ára meistaranám sem lýkur með 30 eininga lokaverkefni. Í náminu öðlast nemendur þekkingu í leikskólafræði, aðferðafræði og fræðilegri undirstöðu uppeldis og menntunar. Allir nemendur stunda vettvangsnám í leikskóla á námstímanum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Námið er ætlað þeim sem lokið hafa bakkalárprófi í grein sem tengist uppeldisfræði eða námssviðum leikskóla og hyggja á starf í leikskóla. Þessar greinar eru t.d. grunnskólakennarafræði, uppeldis- og menntunarfræði, sálfræði, eða faggreinar sem tengjast námssviðum aðalnámskrár leikskóla, s.s. listir eða náttúruvísindi. Við inntöku í framhaldsnám á meistarastigi gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7.25).Kennsla á námsleiðinni fer fram á íslensku.

Umsagnir nemenda

Sigurbaldur P. Frímannsson
Leikskólakennarafræði

Leikskólakennaranámið hefur gefið mér dýpri sýn á það sem leikskólakennari tekst á við í starfi. Námið hefur víkkað sjóndeildarhringinn og gefið mér betri sýn á þá eiginleika sem góður leikskólakennari þarf að hafa. Í náminu gefst tækifæri til að tengja fræðilega hluta námsins við fyrri reynslu og nýta verkefnavinnu undir styrkri leiðsögn kennara.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Meistaragráða veitir rétt til að sækja um leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Deildarstjórar
  • Kennsla í leikskólum
  • Kennslufulltrúar á skólaskrifstofum
  • Leiðtogastörf í leikskólum
  • Leikskólaráðgjafar
  • Sérkennsluráðgjafar
  • Skipulagning uppeldis- og menntastarfs 

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigríðar Pétursdóttur, deildarstjóra Kennaradeildar

Sími 525-5917
sigridu@hi.is

Netspjall