Skip to main content

Framhaldsnám grunnskólakennara, M.Ed.

Framhaldsnám grunnskólakennara

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Sérsniðin námsleið fyrir starfandi kennara sem hafa lokið B.Ed.-gráðu eða annarri viðurkenndri bakkalárgráðu og hafa starfsleyfi sem grunnskólakennarar. Námið er tengt starfsvettvangi þátttakenda eftir því sem kostur er, hvað varðar inntak og skipulag og er að mestum hluta skipulagt sem fjarnám. Staðlotur í náminu eru haldnar utan starfstíma grunnskóla, m.a. í júní og ágúst.

Um námið

Framhaldsnám grunnskólakennara er skipulagt sem sveigjanlegt nám sem lýkur með meistaragráðu að loknu þriggja til fjögurra ára námi. Námið er að mestu sérsniðið en að nokkru marki samofið öðru námi við Menntavísindasvið. Þátttakendur taka námskeið sem fjalla m.a. um vinnulag með áherslu á upplýsingatækni, aðferðafræði og menntarannsóknir, prófagerð og störf umsjónarkennara.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

B.Ed.-gráða í grunnskólakennarafræði og leyfisbréf til kennslu í grunnskólum.

Umsagnir nemenda

Kolbrún Erla Pétursdóttir
Grunnskólakennarafræði

Mér fannst þetta góð leið til að ljúka meistaranámi. Unnt er að taka námið í fjarnámi og það er sérsniðið fyrir starfandi kennara, þ.e. að staðlotur eru að hluta utan starfstíma grunnskóla í júní og ágúst. Í staðlotum er hægt að sækja skyldufög í gegnum fjarfundabúnað sem skiptir miklu máli fyrir okkur sem erum utan af landi.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigríðar Pétursdóttur, deildarstjóra Kennaradeildar

Sími 525-5917
sigridu@hi.is

Netspjall