Tómstunda- og félagsmálafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Tómstunda- og félagsmálafræði

Tómstunda- og félagsmálafræði

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Tómstundir, frítími og félagsmál verða sífellt mikilvægari þættir í lífi fólks. Námið er ætlað þeim sem vilja virkja og valdefla fólk á vettvangi félagsmiðstöðva, frístundaheimila, félagsstarfi aldraðra, í æskulýðsstarfi og/eða innan skólastofnana. Nemendur öðlast þekkingu á fræðasviði tómstunda- og félagsmála, s.s. kenningum um gildi reynslunáms, óformlegs náms, lífsleikni, áhættuhegðunar og forvarna.

Um námið

M.Ed. í tómstunda- og félagsmálafræði er tveggja ára meistaranám sem lýkur með 30 eininga lokaverkefni. Í náminu öðlast nemendur þekkingu í  tómstundafræði, aðferðafræði og félagsvísindum. Nemendum gefst kostur á að sérhæfa sig í námskeiðum að eigin vali. 

Í boði eru tvö kjörsvið:

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7,25).

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Arnar Snæberg Jónsson
Tómstunda- og félagsmálafræði

Nám í tómstunda- og félagsmálafræði er ekki bara hagnýtt og skemmtilegt. Það er sérhannað fyrir eldhuga sem vilja hafa jákvæð og mótandi áhrif á líf fólks á öllum aldri og gefur fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Drifkraftur tómstunda- og félagsmálafræði felst í tiltrúnni á manneskjuna og gildi samveru. Hin faglega þekking liggur m.a. í að skilja ákveðna hegðun og styrkja einstaklinga með því að leiðbeina um samskipti og hvernig leitast má við að lifa í sátt við umhverfi sitt. Starfsvettvangur tómstunda- og félagsmálafræðinga er afar fjölbreyttur.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ferðaþjónusta og viðburðastjórnun
  • Félagsmiðstöðvar og ungmennahús
  • Forvarna- og meðferðarstarf
  • Frístundaheimili
  • Leik- og grunnskólar
  • Hjálparstörf og félagasamtök
  • Íþróttafélög
  • Skrifstofur íþrótta- og tómstundamála
  • Þjónustumiðstöðvar aldraðra
  • Æskulýðsfélög og sjálfboðaliðasamtök

Félagslíf

Nemendafélagið TUMI er félag þroskaþjálfanema og tómstunda- og félagsmálafræðinema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Fylgstu með TUMA á Facebook!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Grunnskólakennsla yngri barnaUppeldis- og menntunarfræðiLeikskólakennarafræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
Grunnskólakennsla yngri barnaUppeldis- og menntunarfræði
Leikskólakennarafræði

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is

Almennum fyrirspurnum skal beint til kennsluskrifstofu.

Fyrirspurnum til deildarinnar og um námið í deildinni skal beint til deildarstjóra, Önnu Maríu Hauksdóttur (525 5906, ah@hi.is).

Netspjall