Talmeinafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Talmeinafræði

Talmeinafræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Talmeinafræði er fræðigrein sem fjallar um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga; í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskiptafærni.

Næst verða teknir inn nemar haustið 2018.

Um námið

MS nám í talmeinafræði er tveggja ára, 120 eininga, þverfræðilegt nám sem miðar að því að veita vísindalega menntun og þjálfun í talmeinafræði og búa nemendur undir störf talmeinafræðinga og vísindastörf sem tengjast greininni.

Nánar um MS nám í talmeinafræði í kennsluskrá.

Handbók nemenda talmeinafræði.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemendur sem hefja meistaranám í talmeinafræði skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:

a. Hafa lokið BA, B.Ed. eða BS prófi með að jafnaði 1. einkunn.

b. Hafa lokið eftirfarandi námskeiðum eða námskeiðum sem metin eru sambærileg af viðkomandi deild Háskóla Íslands:

 1. Málfræði (íslenska/almenn málvísindi) - 40ECTS
  1. Málkerfið - hljóð og orð ÍSL209G (10e)
  2. Setningar og samhengi ÍSL321G (10e)
  3. Tal- og málmein AMV309G (10e)
  4. Máltaka barna ÍSL508G (10e)
 2. Sálfræði - 35ECTS
  1. Tölfræði I SÁL102G (10e)
  2. Tölfræði II SÁL203G (5e)
  3. Þroskasálfræði SÁL414G (10e)
  4. Mælinga- og próffræði SÁL418G (10e)

Tekið er inn í meistaranám í talmeinafræði annað hvert ár og takmarkast fjöldi nýrra nemenda við töluna 15.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Sigfús Helgi Kristinsson
Talmeinafræðingur

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tungumálum, sér í lagi hvernig við tileinkum okkur tungumál fyrirhafnarlaust í bernsku. Þar fyrir utan hef ég alltaf haft áhuga á taugafræði og líffræði mannsins. Fyrir mér lá því beinast við að sameina þessi áhugasvið og leggja stund á nám í talmeinafræði. Námið var bæði stórskemmtilegt og krefjandi. Þar er samofin bein þekkingaröflun á máli og tali og hagnýting þekkingar, þ.e. hvernig megi með sem skilvirkustum hætti greina og veita meðferð við tal- og málmeinum og ekki síður hvernig megi haga frekari þekkingaröflun til eflingar í starfi. Þrátt fyrir allt vakti námið í raun fleiri spurningar hjá mér en það svaraði og hygg ég á frekari sérhæfingu í greininni. Ég tel námið hafa veitt mér styrkan grunn til að halda áfram í sérhæft nám (doktorsnám í talmeinafræði við háskólann í Suður-Karólínu í USA) og í framhaldinu starfsframa í grein sem er í stöðugri mótun og þróun.

Heiða D. Sigurjónsdóttir
talmeinafræðingur

Ég ákvað að fara í talmeinafræði eftir að hafa starfað sem leikskólakennari í nokkur ár. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hvers konar starfi með börnum og langaði að öðlast sérhæfðari þekkingu til að vinna með þeim hópi svo ég dreif mig í meistaranám í talmeinafræði. Námið var mjög krefjandi en mjög skemmtilegt á sama tíma. Svo þegar ég kynntist faginu almennilega kom í ljós hvað starf talmeinafræðinga er ótrúlega fjölbreytt og býður upp á marga möguleika, bæði í vinnu með ungbörnum, börnum á leik- og grunnskólaaldri, unglingum og fullorðnu fólki. 

Anna Lísa Benediktsdóttir
talmeinafræðinemi

Ég valdi talmeinafræðina vegna þess að hún sameinar áhuga minn á tungumálinu og forvitni mína um starfsemi heilans. Hæfni okkar til tjáningar er gríðarlega mikilvæg og á þátt í að skilgreina okkur sem persónur. Fyrir tilstuðlan tungumálsins getum við deilt hugsunum okkar og skoðunum, þörfum og löngunum með öðrum. Erfiðleikar í tali, máli og tjáskiptum geta haft umtalsverð áhrif, þeir geta valdið hindrunum í leik og starfi og haft áhrif á andlega og félagslega líðan. Talmeinafræðingar sinna því afar mikilvægu og þörfu starfi.

Talmeinafræðingar starfa á fjölbreyttum vettvangi, skjólstæðingahópur þeirra er á öllum aldri og þeir vinna oft í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Mikil eftirspurn er eftir talmeinafræðingum og því eru atvinnuhorfur góðar að námi loknu.

Logi Pálsson
Talmeinafræðingur

Nám í talmeinafræði er krefjandi en skemmtilegt. Yfirferðin er mikil og viðfangsefnin fjölbreytt en á sama tíma hagnýt og gríðarlega áhugaverð. Faglegt samstarf milli nemenda og kennara ásamt tengslum við vettvang er í hávegum haft. Ég mæli hiklaust og eindregið með námi í talmeinafræði.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar eftir útskrift

Að loknu MS prófi í talmeinafræði og 6 mánaða verklegri þjálfun undir handleiðslu talmeinafræðings er hægt að sækja um starfsleyfi til Landlæknisembættisins.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

 • Sjúkrastofnanir
 • Endurhæfingarstöðvar
 • Þjónustumiðstöðvar
 • Heilsugæslan
 • Leik- og grunnskólar
 • Einkareknar talmeinastofur

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
 Sími:  525 4899
Netfang: talmein@hi.is

Opið alla virka daga 10:00-16:00

Netspjall