Vestnorræn fræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Vestnorræn fræði

Nemendur sitja fyrir framan HÍ

Vestnorræn fræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Stjórnmálafræðideild býður upp á 120 eininga meistaranám í vestnorrænum fræðum. Námið er kennt í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Grænlandi, Háskólann í Færeyjum og Nord háskóla í Noregi og býður hver skóli upp á eigið sérsvið. 

Sú sérhæfing sem stendur þeim nemum sem innrita sig í Háskóla Íslands til boða er samfélag, náttúra og auðlindir. 

Námið

Náminu er ætlað að efla þekkingu á norðurslóðum, einkum og sér í lagi á viðfangsefnum sem lúta að sameiginlegum áskorunum vestnorrænu landanna. Í upphafi námsins taka allir nemendur sameiginlegt inngangsnámskeið við Háskólann á Akureyri og allir nemar þurfa einnig að taka að lágmarki eina önn við einhvern samstarfsskólanna, í öðru landi en heimaskólinn þeirra er í.

Samfélag, náttúra og auðlindir

Námsleiðin Samfélag, náttúra og auðlindir, sem er í boði innan Háskóla Íslands sameinar tvö svið, annars vegar smáríkjafræði og hins vegar umhverfis- og auðlindafræði.

Frekari upplýsingar hér

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Bakkalárpróf með 1. einkunn.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Náminu er ætlað að efla þekkingu á norðurslóðum, einkum og sér í lagi á viðfangsefnum sem lúta að sameiginlegum áskorunum vestnorrænu landanna.

Texti hægra megin 

Nemendur sem útskrifast úr náminu eiga að hafa góðan skilning á flóknu samspili ólíkra þátta sem sem hafa áhrif á þróun samfélaganna og geta lagt sitt af mörkum við uppbyggingu og þróun vestnorrænna landa, hvort sem þeir kjósa að gera það í gegnum rannsóknir, opinbera stjórnsýslu eða innan einkageirans.

Hafðu samband

Skrifstofa Stjórnmálafræðideildar

Gimli v/ Sæmundargötu

Sími 525-4573 / 525-5445

Netfang: nemFVS@hi.is

Netspjall