Handleiðsla, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands Skip to main content

Handleiðsla, viðbótardiplóma

Handleiðsla (ekki opið fyrir umsóknir 2018-2019)

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Ekki tekið inn á námið 2018-2019

Námið er þverfræðilegt nám að loknu háskólanámi til starfsréttinda á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og færni til að veita handleiðslu í faglegu starfi og skipuleggja handleiðslukerfi á vinnustað.

Námið

Markmið námsins er að nemendur geti sýnt fram á þekkingu og skilning á handleiðslufræðum og geti beitt þeim í nálgun sinni í faglegu starfi. Nemendur þróa með sér og læra að sýna fram á nauðsynlega hæfni til að geta skipulagt og séð um framkvæmd handleiðslukerfis og unnið sjálfstætt að handleiðslu.

Fyrir hverja?

Námsleiðin er einkanlega ætluð félagsráðgjöfum með löggilt starfsréttindi. Aðrir faghópar með sambærilega (4-5 ára) grunnmenntun til starfsréttinda geta fengið inngöngu, stundað námið á sama hátt og lokið því með diplómagráðu í handleiðslufræðum frá félagsráðgjafardeild.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur þurfa að hafa lokið starfsréttindanámi í félagasráðgjöf með löggilt starfsréttindi. Auk þess er skilyrði fyrir inntöku minnst 4 ára starfsreynsla og að vera í starfi á sviði félags-, heilbrigðis-, skóla -, eða réttarkerfis. Umsækjendur skulu hafa lokið 40 stundum í faghandleiðslu, þar af minnst 25 í einstaklingshandleiðslu

Hafðu samband

Skrifstofa Félagsráðgjafardeildar
Gimli, G-103
Opið 10-12 & 13-15.30 virka daga
Netfang: felagsradgjof@hi.is eða nemFVS@hi.is
Jón Kristján Rögnvaldsson, deildarstjóri, 525-5417

Upplýsinga- & þjónustuborð
Félagsvísindsviðs

Gimli v/Sæmundargötu, 1. hæð
Opið 8-16 virka daga
Sími: 525-5870
Netfang nemFVS@hi.is

Netspjall