Skip to main content

Grunnskólakennarafræði

Grunnskólakennarafræði

180 einingar - B.Ed.-gráða

. . .

Vilt þú taka þátt í mótun samfélagsins til framtíðar? Kennaranám veitir alhliða undirbúning fyrir lifandi starf sem sífellt býður upp á ný og mikilvæg viðfangsefni. Kennaranemar fá góðan grunn til að byggja á en einnig tækifæri til sérhæfingar í samræmi við áhugasvið sem stuðlar að fagmennsku og ánægju í starfi. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennd og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

María Björk Einarsdóttir
Grunnskólakennarafræði

Ég ætla að verða dönskukennari vegna þess að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum. Öflug tungumálakennsla er að mínu mati lykillinn að þátttöku íslenskra ungmenna í alþjóðasamfélaginu. 

Jóhanna Ómarsdóttir
Grunnskólakennarafræði

Ég hef brennandi áhuga á kennslu, tónlist og sköpun og námið sameinar það sem ég hef mesta ástríðu fyrir. Við þurfum á skapandi hugsun að halda til að verða heilsteyptir einstaklingar og ég tel að tónlist sé frábært tæki til kennslu á öllum skólastigum sem stuðlar að vellíðan og áhuga nemenda.

Hjörvar Gunnarsson
Grunnskólakennarafræði

Ég er í kennaranámi vegna þess að það freistar mín að takast á við mismunandi áskoranir á hverjum degi. Ég ætla að verða besti kennari í heimi!

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Kennarar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og því hefur kennaramenntun lengi verið eftirsótt. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Störf í grunnskóla
  • Sérfræðistörf innan menntakerfisins

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigríðar Pétursdóttur, deildarstjóra Kennaradeildar

Sími 525 5917
sigridu@hi.is

Netspjall