Læknisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Læknisfræði

Læknisfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Langar þig að verða læknir? Viltu læra um mannslíkamann og starfsemi hans? Viltu komast í fjölbreytt, gefandi en um leið krefjandi starf? BS nám í læknisfræði er fyrsta skrefið í læknanámi.

Um námið

BS nám í læknisfræði er 180e fullt nám í þrjú ár og fyrsta skrefið í átt að læknastarfi. 

Þar er m.a. kennd undirstaða í eðlis- og efnafræði, starfsemi mannslíkamans, samskipti við sjúklinga og líkamsskoðun, siðfræði læknisstarfsins, meinafræði og lyfjafræði.

BS náminu lýkur með 10 vikna rannsóknaverkefni.

Skipulag náms í læknisfræði.

Um BS námið í kennsluskrá. 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða annað sambærilegt próf. Inntökupróf, sem sker úr um hvaða nemendur hefja nám í læknisfræði er haldið í júní ár hvert. Fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt til náms í læknisfræði við deildina er takmarkaður, nú 50.

Nánar

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar eftir útskrift

BS gráða í læknisfræði veitir ekki sérstök starfsréttindi heldur aðgang að áframhaldandi cand. med. námi í læknisfræði.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Grunnnám í læknisfræði við HÍ veitir góða undirstöðu fyrir hvert það framhaldsnám sem nemendur óska, hvort sem það er sérhæfing í sérgreinum læknisfræðinnar, vísindarannsóknir eða hvoru tveggja.

Félagslíf

Félag læknanema stendur fyrir öflugu félagslífi fyrir læknanema. Það annast stúdentaskipti í samvinnu við alþjóðleg samtök læknanema, aðstoðar við ráðningar læknanema í margs konar afleysingastörf innan heilbrigðiskerfisins og stendur fyrir kynfræðslu í framhaldsskólum undir yfirskriftinni Ástráður. Félagið Bjargráður hefur það að markmiði að efla skyndihjálparkunnáttu.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881   Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga 10:00-16:00

Upplýsingar um skrifstofur og starfsfólk

Netspjall