Skip to main content

Jana Katrín Knútsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Icepharma

Jana Katrín Knútsdóttir,  sölu- og markaðsstjóri Icepharma
MS í stjórnun og stefnumótun

Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég valdi meistaranám við Háskóla Íslands. Í fyrsta lagi er nám úr HÍ mikils metið á vinnumarkaði.  Námsleiðirnar sem eru í boði eru fjölbreyttar og áhugaverðar og höfðuðu til mín. Svo er Háskóli Íslands ríkisrekinn og námið er tiltölulega ódýrt. Kennslan var bæði fjölbreytt og skemmtileg, hún krafðist undirbúnings og þátttöku í tímum og það voru farnar nýjar leiðir í kennslunni til að höfða til sem flestra. Það komu oft gestafyrirlesarar til okkar út atvinnulífinu og sögðu okkur sína sögu og svo vorum við líka hvött til þess að fara út í atvinnulífið í verkefnavinnunni, út á vinnumarkaðinn og inn í fyrirtæki. Námið nýtist mér mjög vel í starfi í dag, ég fékk vinnu hjá draumafyrirtækinu mínu. Hér gegni ég stöðu sölu- og markaðsstjóra á heilbrigðissviði og viðskiptafræðimenntun mín og grunnmenntun í hjúkrunarfræði nýtast mér mjög vel.