
Aðferðafræði
120 einingar - MA gráða
. . .
Markmiðið er að bjóða uppá markvisst nám á framhaldsstigi í rannsóknaraðferðum félagsvísinda, með áherslu á megindlegar rannsóknaraðferðir. Viðfangsefni námsins eru: Tölfræðileg úrvinnsla, fjölbreytugreining, spurningalistakannanir, úrvinnsla og framsetning niðurstaðna og eigindleg aðferðafræði. Námsleiðin er hagnýt og byggir jafnframt á sterkum fræðilegum grunni.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Boðið er upp á 120 eininga meistaranám í aðferðafræði að afloknu BA-, B.Ed-, BS-prófi eða sambærilegu háskólaprófi (sjá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði)
Námið tekur tvö ár og skiptist í eftirfarandi:
- 44 einingar í skyldunámskeiðum
- 26 einingar í bundnu vali
- 20 einingar í frjálsu vali
- 30 einingar í MA ritgerð
Nemendur skulu hafa lokið BA-, B.Ed-, eða BS-prófi frá Háskóla Íslands eða sambærilegu námi með fyrstu einkunn. Jafnframt er gerð krafa um að nemendur hafi lokið eftirfarandi námskeiðum eða sambærilegum: FÉL204G Aðferðafræði: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda og FÉL306G Tölfræði I.