Skip to main content

Viðskiptafræði

Viðskiptafræði

180 einingar - BS gráða

. . .

BS námið byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnunarfræði. Í upphafi náms velja nemendur sér það kjörsvið sem þeir kjósa en boðið er upp á fjórar áherslulínur, fjármál, markaðsfræði og alþjóðaviðskipti, reikningshald, og stjórnun.
BS námið er 180 eininga nám sem lýkur með lokaritgerð.

Um námið

Nemendur geta valið á milli fjögurra kjörsviða. Uppbygging námisns fyrstu tvö árin eru í grundvallaratriðum eins. Á þriðja ári eru sérgreinar viðkomandi kjörsviðs ásamt valgreinum.

Viðskiptafræði með vinnu

  Inntökuskilyrði

  Grunnnám

  Til að hefja BS nám við Viðskiptafræðideild, skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi að mati deildarinnar. Lokapróf af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík og stúdentspróf að lokinni viðskiptabraut og viðbótarnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BS nám í deildinni. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Viðskiptafræðideild til jafns við stúdentspróf, enda hafi viðkomandi stundað nám, sem er ætlað fyrir þá, sem hyggja á frekara nám í viðskiptafræði. Æskilegur undirbúningur er minnst 15 einingar (25 fein*) í ensku og íslensku og að minnsta kosti 12 einingar (20 fein*) í stærðfræði. * Samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla. Að auki er æskilegt að nemendur búi yfir hæfni á: · 2. hæfniþrepi í stærðfræði. · 3. hæfniþrepi í íslensku. · 3. hæfniþrepi í ensku.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Umsagnir nemenda

  Viktor Bergmann Bjarkason
  Nemi í viðskiptafræði

  Mér finnst kennslan mjög góð, mjög fjölbreytt. Það eru fyrirlestratímar og dæmatímar, þá er mjög gaman í hópvinnunni því þá erum við í smærri hópum og hjálpar til við að kynnast öðrum nemendum. Mér finnst aðstaðan í HÍ alveg frábær, það er mjög góð aðstaða til að læra, lesstofur, tölvustofur og allt til alls. Þá er gott mötuneyti Háma og líkamsrækt með mjög lágt ársgjald, það er mjög mikill kostur. Þá er Stúdentakjallarinn alveg frábært til að horfa á fótbolta um helgar.

  Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður
  Nemi í viðskiptafræði

  Þetta nám hefur komið að góðum notum fyrir mig, ég er einyrki í mínu starfi sem tónlistarmaður og þá kemur það sér vel að kunna bókhald og markaðssetningu og eins hefur það nýst mér mjög vel í rekstri á litlum veitingastað sem ég á. Mér finnst mesti kosturinn hvað það er auðvelt að tengja þetta nám hinu daglega lífi. Það kemur mér á óvart hvað þetta er líka mannlegt nám, þetta eru ekki bara tölur á blaði heldur en mannlegi þátturinn tekinn fyrir líka.

  Valgerður Anna Einarsdóttir
  Nemi í viðskiptafræði

   Eins og svo margir var ég óákveðin þegar kom að því að velja háskólanám, þannig að ég vildi velja eitthvað sem var opið og gæti nýst mér bæði í starfi og að reka heimili og það gerir viðskiptafræðin. Félagslífið í Mágusi er ótrúlegt, þetta er eitt af stærstu nemendafélögunum í skólanum og það er alltaf eitthvað að gerast og þetta er frábær leið til að kynnast samnemendunum.  Ég valdi að fara í skiptinám til Ástralíu og það var ótrúleg upplifun og það er með því skemmtilegra sem ég hef gert.

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Að námi loknu

  Í náminu er nemendum veitt góð fræðileg undirstaða, þeir eru hvattir til að virkja sköpunarkraftinn og þeir hvattir til agaðra vinnubragða. Nemendur vinna hagnýt verkefni sem gefur þeim góða innsýn i verkefni og áskoranir atvinnulífsins. Lagður er metnaður í að tryggja nemendum góða menntun sem nýtur trausts í samfélaginu og hefur á sér gæðastimpil.

    Texti hægra megin 

    Dæmi um starfsvettvang

    • Fjármálastjórn
    • Sérhæfð viðfangsefni banka og verðbréfafyrirtækja
    • Markaðsáætlanagerð
    • Bókhald
    • Undirbúningi og framkvæmd stefnumótunar
    • Verkefnum tengd starfsmannamálum
    • Rekstrarverkefni

    Hafðu samband

    Skrifstofa Viðskiptafræðideildar
    1. hæð í Gimli
    Opið 10-12 og 13-15:30 virka daga
    525 4500 - vidoghag@hi.is
    Bréfasími: 552 6806

    Þjónustuborð Félagsvísindasviðs
    1. hæð í Gimli
    Opið 8-16 mánudaga til föstudaga
    525 5870 - gimli.info@hi.is

    Netspjall