MBA | Háskóli Íslands Skip to main content

MBA

Viðskiptafræði

90 einingar - MBA gráða

. . .

MBA-námið er hagnýtt meistaranám þar sem nemendur virkja kraftinn til þess að takast á við áskoranir, hljóta þjálfun á sviði viðskipta og rekstrar auk þess að efla persónulega færni sína. Námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf. Hlutverk námsins frá upphafi hefur verið að þjóna íslensku viðskiptalífi og bjóða upp á metnaðarfullt stjórnendanám.

Um námið

MBA námið er góður kostur fyrir þá sem vilja efla þekkingu sína í viðskiptafræði og auka færni í stjórnun og rekstri. Mikið er lagt upp úr að styrkja nemendur og leggja grunn að starfsframa þeirra. Nánari upplýsingar á vef námsins.

Alþjóðlega vottað stjórnendanám

MBA-námið við Háskóla Íslands er vottað af Association of MBA's (AMBA). Aðeins um 200 háskólar hafa hlotið slíka alþjóðlega vottun, en hún er aðeins veitt að undangengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins þar sem m.a. er horft til skipulags þess, umgjarðar og gæða kennslu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Fyrsta háskólagráða s.s. BA-, BS eða annað sambærilegt próf er skilyrði fyrir inntöku í MBA-nám í viðskiptafræði. Í sumum tilfellum er viðtæk starfsreynsla metin til jafns við BA- eða BS-próf eða sambærilegu próf í öðrum greinum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Katrín M. Guðjónsdóttir
Herdís Gunnarsdóttir
Ingvar Már Gíslason
Katrín M. Guðjónsdóttir
Lauk MBA námi

MBA-námið hefur gefið mér skarpari sýn á það sem raunverulega skiptir máli og aukinn kraft til að takast á við krefjandi verkefni sem veita mér og fyrirtækinu gott samkeppnisforskot. Námið hefur stækkað sjóndeildarhringinn og gefið mér dýpri og betri sýn á þá eiginleika sem góðir stjórnendur þurfa að hafa til að ná árangri

Herdís Gunnarsdóttir
Lauk MBA námi

Námið er afar fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og í nemenda-hópnum myndast einstök samstaða. Í MBA-náminu er lögð áhersla á að bæta færni hvers og eins nemanda samhliða því að virkja kraft, samvinnu og frumkvæði í hópnum til að ná árangri

Ingvar Már Gíslason
Lauk MBA námi

MBA-námið hefur gert mig að betri stjórnanda og hæfari til að takast á við þær áskoranir sem að fylgja því að vera stjórnandi í íslensku atvinnulífi. Viðfangsefnin í náminu eru raunveruleg verkefni sem stjórnendur eru að fást við á hverjum degi og eru tengd með markvissum hætti við fræðin sem gerir mig betur í stakk búinn til að leysa flókin viðfangsefni í starfi mínu

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

MBA-námið er öflug upplifun og nemendur taka með sér nýjar og ferskar hugmyndir í hverju námskeiði. Margir nemendur hafa virkjað betur eigin krafta til að takast á við áskoranir og líkt áhrifum námsins við sjálfsendurnýjun. Kannanir sem gerðar hafa verið meðal brautskráðra MBA-nemenda frá Háskóla Íslands hafa sýnt að þeir telja sig ná betri árangri í starfi að námi loknu.

Texti hægra megin 

Að námi loknu

Einstaklingar með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands starfa nú á flestum sviðum viðskiptalífsins, ýmist sem æðstu stjórnendur, millistjórnendur, sérfræðingar eða frumkvöðlar.

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi MBA-nám í Háskóla Íslands getur þú haft samband við Elínu Þuríði Þorsteinsdóttur verkefnastjóra  (elin@hi.is)

Einnig geturðu haft samband í síma +354 525 4596 eða á netfangið mba@hi.is

Netspjall