
Viðskiptafræði
120 einingar - MS gráða
MS nám í viðskiptafræði er hugsuð fyrir einstaklinga sem hafa lokið BS próf í viðskiptafræði eða hagfræði og vilja verða sér út um framhaldsnám í viðskiptafræði byggt á eigin áherslum nemandans.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 einingar.

Um námið
Nemendum er gefinn kostur á því að velja sér námsáherslu með því að velja úr miklum fjölda námskeiða sem eru í boði á öðrum sérsviðum meistaranáms innan deildarinnar. Þeir sem ljúka MS í viðskiptafræði hafa tileinkað sér þekkingu út frá eigin áherslum sem nemandinn telur að nýtist sér hvort sem er til atvinnu eða fræðastarfa.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.
BA, BS eða cand. oecon. próf í viðskiptafræði eða hagfræði eða annað sambærilegt próf er skilyrði fyrir inntöku í MS-nám í viðskiptafræði.