Mannauðsstjórnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Mannauðsstjórnun

Mannauðsstjórnun

120 einingar - MS gráða

. . .

MS nám í mannauðsstjórnun er fræðilegt og hagnýtt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á stjórnun mannauðs innan fyrirtækja og stofnana. Námið snertir alla helstu grundvallarþætti í rekstri stofnana og fyrirtækja.
Nám til MS prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum, auk MS-ritgerðar sem er að lágmarki 30 einingar.
 

Um námið

Áhersla er lögð á að sameina hagnýtar og fræðilegar áherslur og dýpka þannig skilning nemenda á stjórnun mannauðs. Uppbygging námsins miðar að því að búa nemendur undir að sinna krefjandi og flóknum störfum á sviði starfsmanna- og mannauðsmála, hvort sem er í fyrirtækjum og stofnunum eða hjá hagsmunasamtökum. Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Forkröfur vegna MS náms í mannauðsstjórnun eru fyrsta háskólapróf og er almennt krafist fyrstu einkunnar (7,25). Nemendur eru valdir inn í þetta nám með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Nemendahópurinn hefur því mjög mismunandi bakgrunn og má þar m.a. nefna: BA í mannfræði, BS í hjúkrunarfræði, BA í lögfræði, BS í sálfræði, B.Ed., BS í viðskiptafræði, svo nokkuð sé nefnt. Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Arnar Pétursson
Jana Katrín Knútsdóttir,  sölu- og markaðsstjóri Icepharma
Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentors ehf.
Arnar Pétursson
Meistaranemi

Ástæðan fyrir því að ég valdi reikningsskil og endurskoðun er að því að ég vissi að þetta væri nám sem myndi nýtast mér gríðarlega vel í framtíðinni. Ég fór í skiptinám í kjölfarið að ég fór í skiptinám í grunnnáminu og reynsla mín af því er ótrúlega góð.  Stuðningurinn í Háskólanum er alveg frábær.

Jana Katrín Knútsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Icepharma
MS í stjórnun og stefnumótun

Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég valdi meistaranám við Háskóla Íslands. Nám úr HÍ er mikils metins á vinnumarkaði.  Námsleiðirnar sem eru í boði fjölbreyttar og áhugaverðar og höfðuðu til mín og svo er Háskóli Íslands ríkisrekinn og námið er tiltölulega ódýrt. Kennslan var bæði fjölbreytt og skemmtileg, hún krafðist undirbúnings og þátttöku í tímum og það voru farnar nýjar leiðir í kennslu til að höfða til sem flestra. Það komu oft gestafyrirlesarar til okkar út atvinnulífinu og sögðu okkur sína sögu og svo vorum við líka hvött með verkefnavinnu til þess að fara út í atvinnulífið og út á vinnumarkaðinn og inn í fyrirtækin. Námið er að nýtast mér mjög vel í starfi í dag, ég fékk vinnu hjá draumafyrirtækinu mínu. Hér gegni ég stöðu sölu – og markaðsstjóra á heilbrigðissviði og viðskiptafræðimenntun mín og grunnmenntun í hjúkrunarfræði er að nýtast mér mjög vel.

Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentors ehf.
MS í stjórnun og stefnumótun

Námið hefur nýst mér mjög vel, ég fór í stjórnun og stefnumótun og það kemur beint inn í það verkefni sem ég hef verið að vinna að síðustu ár sem er að byggja upp fyrirtæki á alþjóðlegum markaði á sviði menntatækni. Það er ekki bara að maður læri af kennurunum heldur snýst þetta líka um það að læra í verkefnavinnu. Við erum búin að halda saman ákveðinn kjarni síðan í náminu og hittumst reglulega og það er gríðarlegur styrkur og ég er enn að læra.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Nemendur með MS próf í mannauðsstjórnun vinna hin fjölbreyttustu störf. Útskrifaðir nemendur eiga betri möguleika á að gegna hinum ýmsu stjórnunarstörfum þar sem reynir á mannaforráð bæði hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Mannauðsstjórar
  • Fræðslustjórar
  • Sérfræðingar hjá hagsmunasamtökum
  • Sjálfstætt starfandi ráðgjafar
  • Ráðningarstjórar

Hafðu samband

Nánari upplýsingar um námið veitir umsjónarmaður þess Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent, (gylfidal@hi.is).
Einnig veitir Þórunn Björg Guðmundsdóttir verkefnisstjóri (thbg@hi.is) upplýsingar.

Netspjall