
Fjármál fyrirtækja
120 einingar - MS gráða
Í MS námi í fjármálum fyrirtækja er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér þekkingu á því, sem máli skiptir við fjármál fyrirtækja og stofnana.
Nám til MS-prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum og ritgerð sem er að lágmarki 30 einingar.

Um námið
Markmiðið með náminu er að undirbúa nemendur undir störf og rannsóknir á sviði fjármálastjórnunar, fjármálaráðgjafar og markaðsviðskipta og ýmissar sérfræðivinnu á sviði fjármála í fyrirtækjum og fjármálastofnunum.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.
BS-próf í fjármálum með 1. einkunn eða annað BS- eða BA-próf með 1. einkunn og kunnátta sem samsvarar efni eftirfarandi námskeiða á BS-stigi: Fjármál I; Fjármálagerningar, Fjármálamarkaðir; Fjármál II; Lögfræði B; Stýring fjármálasafna. Umsækjandi með próf í verðbréfaviðskiptum telst hafa kunnáttu sem samsvarar efni ofangreindra námskeiða.