Skip to main content

Fjölmiðlafræði

Fjölmiðlafræði

60 einingar - Aukagrein

. . .

Fjölmiðlar eru nefndir „Fjórða valdið“ sökum áhrifa þeirra. Hlutverk fjölmiðlafræðinga er að rannsaka stöðu fjölmiðlanna meðal annarra meginþátta þjóðfélagsins. Annars vegar er fjallað um innra skipulag fjölmiðlanna, eignarhald og forræði yfir þeim, en hins vegar um notkun fjölmiðlanna og áhrif þeirra. Nýir miðlar, gagnvirkni og ólíkir miðlunar- og boðskiptahættir eru viðfangsefni fjölmiðlafræðinnar.

Um námið

Fjölmiðlafræði er kennd sem 60 eininga aukagrein og sem taka má með annarri aðalgrein til 120 eininga.

Kjarni námsins eru 4 eftirfarandi námskeið: 

 • Inngangur að fjölmiðlafræði
 • Samfélags- og nýmiðlar 
 • Félagsfræði dægurmenningar
 • ​Fjölmiðlafræði: Álita- og ágreiningsmál samtímans

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Þeir sem hyggja á félagsvísindalegt fræðagrúsk búa vel að þessu námi, enda lita og móta fjölmiðlarnir marga þætti félagslegra samskipta, menningarframleiðslu, pólitískra stefnumótanna o.s.frv. Fræðin henta þá einstaklega vel hverjum þeim sem hyggur á starf við fjölmiðlana sjálfa.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðlar
  • Markaðsfræði
  • Stjórnmálafræði
  • Kynjafræði
  • Ráðgjöf
  • Almannatengsl

  Félagslíf

  Félag nemenda í fjölmiðlafræði nefnist Norm.

  Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

  Hafðu samband

  Skrifstofa Félags- og mannvísindadeildar
  1. hæð í Gimli
  Opið virka daga 10-12 & 13-15:30

  525-5444 -  fom@hi.is

  Þjónustuborð Félagsvísindasviðs

  Opið virka daga 8-16 
  525 5870 - gimli.info@hi.is

  Netspjall