Verkefnastjórnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun

120 einingar - MS gráða

. . .

Í náminu læra nemendur að tileinka sér grundvallaratriði verkefnastjórnunar, farið verður m.a. í ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Námið kemur til móts við vaxandi þörf í atvinnulífinu eftir fólki með sérhæfða menntun til að stýra umfangsmiklum verkefnum.
Nám til MS prófs er 120 e. hið minnsta, þar af 90 e. í námskeiðum, auk MS-ritgerðar 30 e.
 

Um námið

Verkefnastjórnun er m.a. um ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Námið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

  • Fátt er verkefnastjórnun óviðkomandi
  • Verkefnastjórnun er bæði hagnýtt og fræðilegt nám
  • Eftirsótt kunnátta á vinnumarkaði

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MS-nám í verkefnastjórnun er þverfaglegt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Almennt er sérsviðið verkefnastjórnun í boði fyrir nemendur, sem koma beint úr grunnnámi í háskóla. Forkröfur eru BS- eða BA-gráða úr viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25). Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði, en valið er inn í námið á grundvelli árangurs í námi (m.a. í aðferðafræðinámskeiðum) og eftir atvikum með hliðsjón af starfsreynslu. Nemendur, sem ekki hafa BS/BA í viðskiptafræði eða hagfræði í grunnnámi sínu (BS/BA-prófi), þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri, samhliða öðrum námskeiðum á fyrstu vikum haustmisserisins. Það námskeið er ekki metið til eininga í MS náminu.

Hins vegar þurfa viðkomandi nemendur ekki að taka undirbúningsnámskeiðið VIÐ155M Inngang að rekstri, hafi þeir lokið neðangreindum námskeiðum og til viðbótar einu af námskeiðum í lið A og einu í lið B, samtals 6 námskeiðum: VIÐ301G Fjármál I, VIÐ103G Inngangur að fjárhagsbókhaldi, VIÐ105G Rekstrarhagfræði I og VIÐ157G Vinnulag og aðferðafræði.
A) VIÐ509G Inngangur að mannauðsstjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í mannauðsstjórnun) eða VIÐ258G Inngangur að stjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í stjórnun og stefnumótun) eða VIÐ101G Inngangur að markaðsfræði (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum).
B) VIÐ201G UI – tölvunotkun og töflureiknir eða VIÐ302G Lögfræði A – almenn viðskiptalögfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Margrét Lúthersdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Mosfellsbæ
Margrét Lúthersdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Mosfellsbæ
MS í verkefnastjórnun

Nám í verkefnastjórnun er hagnýtt nám með fræðilegum grunni. Verkfærin sem námið veitir eru ekki bara nytsamleg í starfi, heldur einnig til skipulagningar og tímastjórnunar í verkefnum lífsins. Í náminu er góð tenging við atvinnulífið með kynningum og vettvangsferðum og námið opnar á fjölbreytta atvinnumöguleika. Allt frá því að starfa fyrir félagasamtök yfir í að starfa fyrir opinbera geirann eða einkageirann. Viðfangsefni verkefnastjórnunarlínunnar hafa nýst mér gífurlega vel í vinnu minni sem verkefnastjóri.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Mikil eftirspurn er á vinnumarkaði eftir þekkingu á sviði verkefnastjórnunar. Uppbygging námsins miðar að því að búa nemendur undir að sinna krefjandi og flóknum störfum af verkefnatengdum toga, ekki hvað síst í fyrirtækjum sem byggja á verkefnamiðuðu starfi. Sömuleiðis tileinka nemendur sér færni og bæta möguleika sína á að gegna hinum ýmsu stjórnunarstörfum sem bera ábyrgð á og hafa viðfangsefni er varða verkefnastjórnun á sinni könnu bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Þeir, sem ljúka MS námi í verkefnastjórnun, munu hafa tileinkað sér þekkingu á breiðum grundvelli, sem nýtist í mörgum störfum og rannsóknum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

Fjölbreytilegur starfsvettvangur er fyrir þá sem ljúka meistaragráðu í verkefnastjórnun. Nemendur tileinka sér færni til að gegna stjórnunarstörfum sem bera ábyrgð á og hafa viðfangsefni er varða verkefnastjórnun bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 101 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Netspjall