Verkefnastjórnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun

120 einingar - MS gráða

. . .

Í náminu læra nemendur að tileinka sér grundvallaratriði verkefnastjórnunar, farið verður m.a. í ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Námið kemur til móts við vaxandi þörf í atvinnulífinu eftir fólki með sérhæfða menntun til að stýra umfangsmiklum verkefnum.
Nám til MS prófs er 120 e. hið minnsta, þar af 90 e. í námskeiðum, auk MS-ritgerðar 30 e.
 

Um námið

Verkefnastjórnun er m.a. um ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Námið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

  • Fátt er verkefnastjórnun óviðkomandi
  • Verkefnastjórnun er bæði hagnýtt og fræðilegt nám
  • Eftirsótt kunnátta á vinnumarkaði

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MS-nám í verkefnastjórnun er þverfaglegt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Almennt er sérsviðið verkefnastjórnun í boði fyrir nemendur, sem koma beint úr grunnnámi í háskóla. Forkröfur eru BS- eða BA-gráða úr viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25). Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði, en valið er inn í námið á grundvelli árangurs í námi (m.a. í aðferðafræðinámskeiðum) og eftir atvikum með hliðsjón af starfsreynslu. Nemendur, sem ekki hafa BS/BA í viðskiptafræði eða hagfræði í grunnnámi sínu (BS/BA-prófi), þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri, samhliða öðrum námskeiðum á fyrstu vikum haustmisserisins. Það námskeið er ekki metið til eininga í MS náminu.

Hins vegar þurfa viðkomandi nemendur ekki að taka undirbúningsnámskeiðið VIÐ155M Inngang að rekstri, hafi þeir lokið neðangreindum námskeiðum og til viðbótar einu af námskeiðum í lið A og einu í lið B, samtals 6 námskeiðum: VIÐ301G Fjármál I, VIÐ103G Inngangur að fjárhagsbókhaldi, VIÐ105G Rekstrarhagfræði I og VIÐ157G Vinnulag og aðferðafræði.
A) VIÐ509G Inngangur að mannauðsstjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í mannauðsstjórnun) eða VIÐ258G Inngangur að stjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í stjórnun og stefnumótun) eða VIÐ101G Inngangur að markaðsfræði (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum).
B) VIÐ201G UI – tölvunotkun og töflureiknir eða VIÐ302G Lögfræði A – almenn viðskiptalögfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Arnar Pétursson
Jana Katrín Knútsdóttir,  sölu- og markaðsstjóri Icepharma
Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentors ehf.
Arnar Pétursson
Meistaranemi

Ástæðan fyrir því að ég valdi reikningsskil og endurskoðun er að því að ég vissi að þetta væri nám sem myndi nýtast mér gríðarlega vel í framtíðinni. Ég fór í skiptinám í kjölfarið að ég fór í skiptinám í grunnnáminu og reynsla mín af því er ótrúlega góð.  Stuðningurinn í Háskólanum er alveg frábær.

Jana Katrín Knútsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Icepharma
MS í stjórnun og stefnumótun

Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég valdi meistaranám við Háskóla Íslands. Nám úr HÍ er mikils metins á vinnumarkaði.  Námsleiðirnar sem eru í boði fjölbreyttar og áhugaverðar og höfðuðu til mín og svo er Háskóli Íslands ríkisrekinn og námið er tiltölulega ódýrt. Kennslan var bæði fjölbreytt og skemmtileg, hún krafðist undirbúnings og þátttöku í tímum og það voru farnar nýjar leiðir í kennslu til að höfða til sem flestra. Það komu oft gestafyrirlesarar til okkar út atvinnulífinu og sögðu okkur sína sögu og svo vorum við líka hvött með verkefnavinnu til þess að fara út í atvinnulífið og út á vinnumarkaðinn og inn í fyrirtækin. Námið er að nýtast mér mjög vel í starfi í dag, ég fékk vinnu hjá draumafyrirtækinu mínu. Hér gegni ég stöðu sölu – og markaðsstjóra á heilbrigðissviði og viðskiptafræðimenntun mín og grunnmenntun í hjúkrunarfræði er að nýtast mér mjög vel.

Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentors ehf.
MS í stjórnun og stefnumótun

Námið hefur nýst mér mjög vel, ég fór í stjórnun og stefnumótun og það kemur beint inn í það verkefni sem ég hef verið að vinna að síðustu ár sem er að byggja upp fyrirtæki á alþjóðlegum markaði á sviði menntatækni. Það er ekki bara að maður læri af kennurunum heldur snýst þetta líka um það að læra í verkefnavinnu. Við erum búin að halda saman ákveðinn kjarni síðan í náminu og hittumst reglulega og það er gríðarlegur styrkur og ég er enn að læra.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Mikil eftirspurn er á vinnumarkaði eftir þekkingu á sviði verkefnastjórnunar. Uppbygging námsins miðar að því að búa nemendur undir að sinna krefjandi og flóknum störfum af verkefnatengdum toga, ekki hvað síst í fyrirtækjum sem byggja á verkefnamiðuðu starfi. Sömuleiðis tileinka nemendur sér færni og bæta möguleika sína á að gegna hinum ýmsu stjórnunarstörfum sem bera ábyrgð á og hafa viðfangsefni er varða verkefnastjórnun á sinni könnu bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Þeir, sem ljúka MS námi í verkefnastjórnun, munu hafa tileinkað sér þekkingu á breiðum grundvelli, sem nýtist í mörgum störfum og rannsóknum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

Fjölbreytilegur starfsvettvangur er fyrir þá sem ljúka meistaragráðu í verkefnastjórnun. Nemendur tileinka sér færni til að gegna stjórnunarstörfum sem bera ábyrgð á og hafa viðfangsefni er varða verkefnastjórnun bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 101 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Netspjall