Námsspjall nemenda- Vertu í sambandi! | Háskóli Íslands Skip to main content

Námsspjall nemenda- Vertu í sambandi!

Námsspjall nemenda- Vertu í sambandi! - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ertu ekki alveg viss í hvaða nám þig langar? Eða viltu kannski vita meira um félagslífið í draumanámsleiðinni þinni eða lífið almennt í Háskólanum? Í nemendaspjallinu getur þú spjallað við nemanda á þeirri námsleið sem þú hefur áhuga á og rætt um næstum hvaðeina sem snertir námið.

Skráðu þig inn hér að neðan, finndu nemanda í þeirri námsleið sem heillar þig og spyrðu eins og þig lystir!

Þarftu meiri aðstoð við val á námi?

Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands veita mjög góð ráð um val á námi og geta hjálpað þér að áttað þig á áhugasviði þínu. Þú getur bókað tíma hjá þeim á netinu og kynnt þér aðra þjónustu ráðgjafarinnar á vef hennar.

Skoðaðu líka:

Náms- og starfsráðgjafar á Háskólatorgi