Skip to main content

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

120 einingar - MA gráða

. . .

Náms– og starfsráðgjafar starfa á fjölbreyttum vettvangi og veita fólki á öllum aldri ráðgjöf og stuðning við að láta drauma sína rætast í námi og starfi. Ráðgjöfin miðar að því að efla sjálfsþekkingu og aðstoða fólk við að bera kennsl á og virkja styrkleika sína og áhugasvið, takast á við breytingar og hindranir og taka ígrundaðar ákvarðanir á ferlinum.

Um námið

Meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands er tveggja ára 120 eininga framhaldsnám. Meginmarkmið námsins er að búa nemendur sem best undir að starfa sem náms- og starfsráðgjafar á fjölbreyttum starfsvettvangi. Nemendur fá fræðilega og verklega menntun og að námi loknu geta nemendur sótt um lögverndað starfsheiti.

Kynningarmyndbönd úr starfi náms- og starfsráðgjafa

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, B.Ed- eða BS-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn. Umsækjendur sem lokið hafa námi, sem ekki er á einu af eftirtöldum þekkingarsviðum: Sálfræði, menntun og menntakerfi, tengsl einstaklings og samfélags eða hafa ekki lokið a.m.k. 10 ECTS einingum í megindlegri aðferðafræði, gætu þurft að ljúka einu til þremur námskeiðum (hámark 30 ECTS) á fyrrgreindum sviðum. Ef nemandi þarf að bæta við sig námskeiðum, þarf það að fara fram samhliða náminu. Það telst ekki vera hluti af eiginlegu meistaranámi. Undantekning: FOM001F Megindleg aðferðafræði er hægt er að nýta sem val.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Jóhann Aðalsteinn Árnason
Regína Bergdís Erlingsdóttir
Inga Berg Gísladóttir
Anna Lóa Ólafsdóttir
Ketil Jósefsson
Jóhann Aðalsteinn Árnason, náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Bifröst
Náms- og starfsráðgjöf

Námið var mjög skemmtilegt og krefjandi á sama tíma. Það undirbjó mig vel fyrir fagmennsku í núverandi starfi. Lærði mjög margt í þessu námi bæði fræðilega og um sjálfan mig persónulega. Námið, kennarar og samnemendur hjálpuðu mikið til með hvort tveggja. Eftir námið fannst mér ég vel undirbúinn að hefja störf sem náms- og starfsráðgjafi. Góð blanda af bóklegu námi og svo vettvangsnámi sem var gífurlega mikilvægt. Samheldinn hópur og maður eignaðist vini fyrir lífstíð. 

Regína Bergdís Erlingsdóttir, meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjöf

Námið hefur verið skemmtilegt og áhugavert. Kennslan hefur verið mjög góð og haldið er vel utan um nemendur. Frábær reynsla úti á vettvangi fylgir náminu og býður það upp á fjölbreytta atvinnumöguleika sem og skemmtilegan starfsvettvang í framtíðinni.

Inga Berg Gísladóttir, náms- og starfsráðgjafi í Háskóla Íslands
Náms- og starfsráðgjöf

Námið í náms- og starfsráðgjöf var bæði áhugavert og skemmtilegt en um leið krefjandi. Námið er góð blanda af fræðilegum kenningagrunni og þjálfun á vettvangi. Það er mikilvægt í námi sem þessu að fá tækifæri til vettvangsnáms og að fá að stíga sín fyrstu skref inn í starfið undir handleiðslu sérfræðinga. Námið hefur nýst mér mjög vel í fjölbreyttu starfi mínu með háskólanemendum þar sem ég aðstoða meðal annars nemendur við vinnubrögð í námi, námsval og ákvarðanatöku um nám, undirbúning fyrir atvinnulíf og margt margt fleira. Námið getur einnig nýst einstaklingum í störfum á mjög fjölbreyttum starfsvettvangi sem ég tel mikinn kost fyrir þróun á mínum eigin starfsferli. 

Anna Lóa Ólafsdóttir, atvinnulífstengill hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði
Náms- og starfsráðgjöf

Ég útskrifaðist úr náms- og starfsráðgjöf vorið 2008 og hef aðallega unnið við að aðstoða fólk í atvinnuleit, við val á námi og að vera stuðningur þegar einstaklingar eru að takast á við miklar breytingar. Námið reyndist góður undirbúningur varðandi starfsþróun og áhugasvið einstaklinga og þegar kemur að algengum hindrunum í atvinnuleit. Elska starfið mitt og lít oft á það sem forréttindi að fá að vera til staðar fyrir einstaklinga sem eru að taka þessi mikilvægu skref í lífi sínu. 

Ketill Jósefsson, náms- og starfsráðgjafi Vinnumálastofnun
Náms- og starfsráðgjöf

„Fyrir mér er náms- og starfsráðgjöf nauðsynleg í skóla og starfi. Hún er samofin því starfi sem við sinnum eftir bestu getu hjá vinnumálastofnunum um allt land. Við erum að vinna með heill og velferð fólks á aldrinum 18 ára til sjötugs þar sem fagþekkingin skiptir miklu máli.“

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Náms- og starfsráðgjöf á við um þá þjónustu og starfsemi sem beinist að því að aðstoða fólk á öllum aldri við að taka ákvörðun um nám og störf. Mikilvægi náms- og starfsráðgjafar hefur aukist með flóknari náms- og starfsferli fólks, fjölbreyttara námsframboði og auknum kröfum um endurmenntun á síbreytilegum vinnumarkaði nútímans. Þessar aðstæður kalla á að hver og einn öðlist hæfni til að stjórna framvindu á náms- og starfsferli sínum. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Menntakerfið
  • Símenntunarstöðvum
  • Vinnumiðlanir
  • Fyrirtæki
  • Opinberar stofnanir

Félagslíf

Félag nema í náms- og starfsráðgjöf heitir Filia. Hlutverk félagsins er að hafa forgöngu í félagslífi nema í náms- og starfsráðgjöf, gæta hagsmuna þeirra í hvívetna og vera fulltrúi þeirra innan Háskólans sem utan.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir félagslíf nemenda. 

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík 
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500