
Náms- og starfsráðgjöf
120 einingar - MA gráða
Að leita leiða um námsbrautir skólakerfisins og finna sér starfsvettvang getur verið flókið verkefni. Námsbrautir eru margar bæði hérlendis og erlendis og störfin enn fleiri. Náms- og starfsráðgjafar aðstoða fólk á öllum aldri við þetta verkefni. Þeir þurfa að búa yfir ráðgjafarleikni og geta miðlað upplýsingum um nám og störf. Náms- og starfsráðgjafar starfa á öllum skólastigum og víðar.

Um námið
Meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands er tveggja ára 120 eininga framhaldsnám. Meginmarkmið námsins er að búa nemendur sem best undir að starfa sem náms- og starfsráðgjafar á fjölbreyttum starfsvettvangi. Nemendur fá fræðilega og verklega menntun og að námi loknu geta nemendur sótt um lögverndað starfsheiti.
BA-, B.Ed- eða BS-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn. Umsækjendur sem lokið hafa námi, sem ekki er á einu af eftirtöldum þekkingarsviðum: Sálfræði, menntun og menntakerfi, tengsl einstaklings og samfélags eða hafa ekki lokið a.m.k. 10 ECTS einingum í megindlegri aðferðafræði, gætu þurft að ljúka einu til þremur námskeiðum (hámark 30 ECTS) á fyrrgreindum sviðum. Ef nemandi þarf að bæta við sig námskeiðum, þarf það að fara fram samhliða náminu. Það telst ekki vera hluti af eiginlegu meistaranámi. Undantekning: FOM001F Megindleg aðferðafræði er hægt er að nýta sem val.