Umsóknarferlið - meistaranám í heilbrigðisvísindum | Háskóli Íslands Skip to main content

Umsóknarferlið - meistaranám í heilbrigðisvísindum

Umsóknarferli þegar sótt er um þverfaglegt meistaranám í heilbrigðisvísindum.

 1. Umsóknarfestur um nám á haustmisseri er 15. apríl. 
 2. Þegar sótt er um námið er æskilegt að umsækjandi hafi ákveðna hugmynd að rannsóknarverkefni og hafi rætt við væntanlegan leiðbeinanda. Ef sú er ekki raunin má nýta fyrstu önnina í náminu til þess að taka skyldunámskeið á meðan leitað er að heppilegu verkefni, en nemanda ber að taka námskeið í aðferðafræði, tölfræði og siðfræði hafi hann ekki gert það áður. Nemandi skal hafa samráð við deild um val á þessum námskeiðum.
 3. Þegar sótt er um þarf umsækjandi að velja sér deild (kjörsvið) innan Heilbrigðisvísindasviðs og því gott að hafa kynnt sér vel námskeiðin sem þar eru kennd.
 4. Umsækjandi sendir inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Rafræn gögn sem fylgja skulu umsókn eru eftirfarandi:
  1. Greinargerð um námsmarkmið og áhugasvið umsækjanda.
  2. Náms- og starfsferilsskrá.
  3. Nöfn tveggja meðmælenda, netföng og símanúmer. Ef meðmælandi er utan deildar þarf að senda inn meðmælabréf. Deildir geta vikið frá þessari reglu.
  4. Staðfest afrit af prófskírteini, hafi umsækjandi lokið BS-prófi frá öðrum háskóla en Háskóla Íslands.
  5. Nafn fyrirhugaðs umsjónarkennara, þegar það á við.
 5. Umsækjandi gæti þurft að senda inn viðbótargögn og fer það eftir inntökuskilyrðum í deildina sem hann velur.