Velkomin í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ). Hlutverk starfsfólks NSHÍ er að veita nemendum skólans stuðning og þjónustu meðan á námi stendur. Við framkvæmd og mótun þjónustunnar er tekið mið af stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 (HÍ21) sérstaklega í tengslum við kaflana Nám og kennsla, Virk þátttaka í samfélagi og atvinnulífi og Mannauður. Við hlökkum til að sjá ykkur. Stefna HÍ og þjónusta NSHÍ Í tengslum við stefnu HÍ varðandi nám og kennslu má nefna að náms- og starfsráðgjafar veita stúdentum leiðbeiningar um vinnubrögð í háskólanámi, prófundirbúning og próftækni. NSHÍ er virkur þátttakandi í samfélaginu með þátttöku í kynningarferðum á landsbyggðinni og á Háskóladeginum, með aðkomu að Háskólahermi og með samskiptum við náms- og starfsráðgjafa á framhaldsskólastigi. Tilgangurinn er að kynna Háskóla Íslands fyrir verðandi stúdentum og brúa bilið úr framhaldsskóla í háskóla með gagnkvæmu samstarfi á milli skólastiga. Virk þátttaka NSHÍ í atvinnulífi felst í fræðslu og ráðgjöf fyrir stúdenta varðandi atvinnuleit, atvinnuviðtöl, gerð ferilskrár, kynningarbréfs o.fl. auk þess sem Tengslatorg HÍ býður upp á aukna möguleika í þessu samhengi. Í tengslum við mannauð HÍ21 þá styður NSHÍ við jafnrétti og fjölbreytileika stúdenta innan háskólans með sértækum úrræðum í námi og sálfræðiráðgjöf, ásamt aukinni þjónustu við erlenda stúdenta. Til marks um mannauð starfsfólks og gæði þjónustunnar þá eru allir náms- og starfsráðgjafar NSHÍ með leyfisbréf frá mennta- og menningarmálaráðherra og vinna samkvæmt siðareglum Félags náms- og starfsráðgjafa. Innlent og erlent samstarf NSHÍ tekur þátt í vettvangsnámi meistaranema í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fyrsta árs nemar fá kynningar á starfsemi NSHÍ í styttri heimsóknum og annars árs nemar eru í vettvangsnámi og handleiðslu í eitt misseri. Ávinningur er gagnkvæmur. Nemar taka þátt í fjölbreyttu starfi NSHÍ og fá reynslu í faglegum vinnubrögðum á svið náms- og starfsráðgjafar. Á sama tíma tekur NSHÍ þátt í mótun fagstéttar náms- og starfsráðgjafa og fylgist með nýjungum í faginu sem auka gæði þjónustunnar. NSHÍ sinnir erlendu samstarfi og á meðal annars fulltrúa í NUAS og tveimur Norrænum netverkum um starfsráðgjöf og sértæk úrræði í námi á háskólastigi. Þá hefur NSHÍ boðið upp á skipulagða dagskrá fyrir evrópska náms- og starfsráðgjafa og farið í starfsmannaskipti til háskóla í Evrópu. Starfsfólk NSHÍ Almennar fyrirspurnir skal senda á radgjof@hi.is Aðalbjörg Guðmundsdóttir Náms- og starfsráðgjafi Ásta Gunnlaug Briem Náms- og starfsráðgjafi Ásta Rún Valgerðardóttir Sálfræðingur Ástríður Margrét Eymundsdóttir Náms- og starfsráðgjafi Hrafnhildur Vilborg Kjartansdóttir Náms- og starfsráðgjafi Hrefna Dóra Jóhannesdóttir Verkefnisstjóri Í leyfi Inga Birna Albertsdóttir Verkefnisstjóri Inga Berg Gísladóttir Náms- og starfsráðgjafi Jóhanna Sólveig Lövdahl Náms- og starfsráðgjafi Jónína Ólafsdóttir Kárdal Náms- og starfsráðgjafi Katrín Sverrisdóttir Sálfræðingur Kristjana Mjöll Sigurðardóttir Náms- og starfsráðgjafi Laufey Guðný Kristinsdóttir Náms- og starfsráðgjafi Lýdía Kristín Sigurðardóttir Náms- og starfsráðgjafi Magnús M Stephensen Skrifstofustjóri María Dóra Björnsdóttir Deildarstjóri emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.