Sumarnám við Stanford-háskóla 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám við Stanford-háskóla 2019

-English below-

Nemendum Háskóla Íslands býðst að stunda sumarnám við Stanford-háskóla í s.k. International Honors Program (IHP). Sumarnámið stendur yfir í átta vikur, eða frá 22. júní til 18. ágúst 2019.

Þetta er einstakt tækifæri til stunda nám við einn virtasta háskóla heims, að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast samnemendum víðs vegar að úr heiminum. Bent er á að námsdvöl við Stanford getur nýst mjög vel þeim sem stefna á framhaldsnám í Bandaríkjunum.

Mikill fengur er að samstarfi Stanford og Háskóla Íslands en samningur milli skólanna var fyrst undirritaður árið 2010. Sumarnámið við Stanford er afar fjölbreytt og gerir nemendum HÍ kleift að kynnast einstöku vísindasamfélagi. Nemendur geta valið úr meira en 170 námskeiðum á 40 fræðasviðum. Háskólinn er í næsta nágrenni við Kísildalinn og er farið í vettvangsferðir þangað í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum. Þá eru San Fransiskóflói, Yosemite þjóðgarðurinn og strendurnar í Monterey ekki langt undan og ferðir skipulagðar fyrir IHP nemendur til nokkurra þessara staða á meðan sumarnáminu stendur.

Nemendur sækja um til Háskóla Íslands og sérstök nefnd velur úr hópi umsækjanda á grundvelli námsárangurs, meðmæla, framtíðaráforma og frammistöðu í viðtali.  Nemendur greiða skólagjöld, uppihald og ferðir en hver nemandi HÍ sem tilnefndur er til Stanford fær styrk upp í skólagjöld sem nemur 1803 USD. Skólagjöld með styrk nema 7.213 USD (fyrir 8 Stanford einingar) en auk þess greiða nemendur fyrir húsnæði og fæði og nemur þá heildarkostnaður 11.612 USD (fyrir utan flugfargjöld).

Umsækjandi skal vera nemandi við Háskóla Íslands, hafa lokið a.m.k. einu námsári (60 ECTS einingum) með meðaleinkunn að lágmarki 7,5 og hyggjast halda áfram námi við Háskóla Íslands haustið 2019. Nemendur Háskóla Íslands eru undanþegnir kröfum um TOEFL próf.

Rafræn umsókn

Sótt er um rafrænt, en fylgigögnum (á ensku) skal skila í lokuðu umslagi merktu „Stanford 2019“ fyrir lokun Þjónustuborðs, Háskólatorgi í síðasta lagi mánudaginn 21. janúar 2019.

Umsókn og fylgigögn (á ensku):
1.      Kynningarbréf (e. personal statement), 600 orð
2.      Staðfest námsferilsyfirlit ásamt árangursröðun (e.  ranking) – fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi
3.       Námssamingur - Learning agreement þar sem tiltekin eru þau námskeið (að lágmarki 8 Stanford-einingar) sem umsækjandi hyggst taka við Stanford-háskóla. Átta einingar eru metnar sem 12 ECTS einingar við Háskóla Íslands. Ekki þarf samþykki frá fulltrúa deildar á námssamning fyrr en eftir að nemandi hefur verið tilnefndur.
4.      Tvenn meðmæli, a.m.k. önnur frá kennara við deild umsækjanda (í lokuðu umslagi)

Sjá nánar um sumarnámið

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Skrifstofu alþjóðasamskipta með því að senda tölvupóst á ask@hi.is eða í síma 525 4311. Einnig má lesa viðtal við nemanda sem tók þátt í IPH sumarnáminu árið 2017. 

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 21. janúar 2019. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.
 

------

Summer at Stanford University 2019

Students at University of Iceland have the opportunity to participate in the Stanford Summer International Honors Program (SSIHP), an 8-week summer program at Stanford University from 22 June to 18 August, 2019. 

Stanford University is a leading university in the United States. A cooperative agreement between Stanford University and the University of Iceland was signed in 2010 and UI students have participated in SSIHP since then. They have been very pleased with the program and the overall experience. Students can select from over 170 courses in 35 departments. They should choose at least 8 Stanford units, equivalent to 12 ECTS units at University of Iceland.

Students apply to the University of Iceland first. A special committee will select student based on their academic progress, recommendations, future plans and interview. Selected students pay school fees, room and board but each student of the University of Iceland selected for the SSIHP will receive a scholarship of 1803 USD. The school fees, including the discount will amount to 7.213 USD (for 8 Stanford credits), additionally student pay for room and board. Then the total cost amounts to 11.612 USD (excluding international air travel).  

Electronic application form

Eligibility Requirements
•    The applicant is enrolled and in good academic standing at University of Iceland
•    The applicant has completed at least one academic year, or 60 ECTS credits 
•    The applicant has a minimum GPA of 7.5
•    University of Iceland students are exempt from providing TOEFL scores

Please note that this is a two-step application process. Students send an application to the University of Iceland that nominates students to Stanford. The nominated students proceed to the online application at Stanford.

The signed application and the following supporting documents (in English) should be handed in an envelope labeled “Stanford 2019” at the  University Service Desk, University Center before closure on Monday, 21 January, 2019.

• Personal statement (max 600 words)
• Official transcript with ranking - available at the University Service Desk
Learning agreement, listing the courses (minimum 8 Stanford units) that the student plans to enroll in at Stanford. A signature from student‘s department representative on the learning agreement is not needed at this stage.
• Two letters of reference, at least one from a teacher at the student’s faculty.

When selecting the scholarship recipients, the overall quality of the application, the personal statement especially academic goals and future plans, as well as the interview (if applicable) are all be taken into account. 

More information

For further information, please contact the International Office of the University of Iceland by phone 525 4311 or email ask@hi.is

Deadline for applications is January 21, 2019 at before closure at the service desk, University Centre (Haskolatorg). Late applications will not be accepted.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.