Sumarnám við Stanford-háskóla 2018 | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám við Stanford-háskóla 2018

Netspjall

-English below-

Sumarið 2018 gefst nemendum Háskóla Íslands tækifæri til að stunda 8 vikna sumarnám við Stanford-háskóla í Kaliforníu, í s.k. International Honors Program (IHP).

Stanford er einn fremsti rannsóknaháskóli Bandaríkjanna. Undanfarin ár hafa tíu til tólf nemendur Háskóla Íslands stundað sumarnám við Stanford á ári hverju á grundvelli samnings skólanna. Bent er á að þetta tækifæri getur nýst mjög vel þeim nemendum sem stefna á framhaldsnám í Bandaríkjunum.

Sumarnámið stendur yfir í átta vikur, frá 23. júní til 19. ágúst 2018 og geta nemendur  valið úr meira en 170 námskeiðum á ýmsum fræðasviðum. Einnig geta nemendur tekið s.k. Intensive studies þar sem kafað er dýpra innan ákveðinnar námsgreinar (alls 8) og fengið staðfestingu í formi Certificate of Completion frá Stanford að námi loknu.

IHP kostar 12.834 USD, og felur í sér skólagjöld (8.712 USD, miðað við 8 Stanford einingar sem er lágmarksfjöldi eininga), húsnæðis- og fæðiskostnað. Í boði eru allt að tveir skólagjaldastyrkir (8.712 USD) til nemenda í grunnnámi við Háskóla Íslands.

Umsækjandi skal vera nemandi við Háskóla Íslands, hafa lokið a.m.k. einu námsári með meðaleinkunn að lágmarki 7,5 og hyggjast halda áfram námi við Háskóla Íslands haustið 2018. Nemendur Háskóla Íslands eru undanþegnir kröfum um TOEFL próf.

Rafræn umsókn

Sótt er um á netinu en fylgigögnum (á ensku) skal skila í lokuðu umslagi merkt „Stanford 2018“ á Þjónustuborð, Háskólatorgi í síðasta lagi þriðjudaginn 6. febrúar 2017.

Umsókn og fylgigögn (á ensku):

1.       Kynningarbréf (e. personal statement), 600 orð

2.      Staðfest námsferilsyfirlit ásamt árangursröðun (e.  ranking) – fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi

3.       Námssamingur - Learning agreement þar sem tiltekin eru þau námskeið (að lágmarki 8 Stanford-einingar) sem umsækjandi hyggst taka við Stanford. 8 einingar geta fengist metnar sem 12 ECTS einingar við Háskóla Íslands. Námssamning skal prenta út og fá undirskrift forsvarsmanns deildar/greinar og alþjóðafulltrúa í deild.

4.      Tvenn meðmæli, a.m.k. önnur frá kennara við deild umsækjanda (í lokuðu umslagi)

Við val á styrkþega er m.a. horft til gæða umsóknar, kynningarbréfs, námsferils, framtíðaráforma, meðmæla og frammistöðu í viðtali (ef við á).

Sjá nánar um sumarnámið

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Skrifstofu alþjóðasamskipta í síma 525 4311 eða email ask@hi.is

Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 6. febrúar 2018. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.

------

Summer at Stanford University 2018

Students at University of Iceland have the opportunity to participate in the International Honors Program (IHP), an 8-week summer program at Stanford University in California, USA.

Stanford Summer International Honors Program (IHP) students are selected by their home university to attend an eight-week program on the Stanford campus. The program combines teaching by respected academics with extracurricular activities that explore the rich cultural, social and geographical resources of the San Francisco Bay Area. The IHP experience is valuable, especially for students who choose to pursue graduate or professional training in the United States.

The IHP runs for 8 weeks, from June 23 to August 19, 2018. Students select at least 8 Stanford units (12 ECTS). The tuition fee for 8 units including room and board is 12,834 USD but in addition to that students must cover travel and other costs. Up to two tuition scholarships (8,712 USD) will be offered to undergraduate students at University of Iceland.

The applicant must be  in good academic standing at University of Iceland, having completed at least one year of studies with the minimum GPA of 7.5. University of Iceland students are exempt from providing TOEFL scores.

Online application

 Electronic application is completed online. The following supporting documents (in English) should be handed in an envelope labeled “Stanford 2018” at the  University Service Desk, University Centre by 5 p.m. on Tuesday, February 6, 2018.

          1.      Personal statement (600 words)

          2.      Official transcript with ranking - available at the University Service Desk

          3.       Learning agreement, listing the courses (minimum 8 Stanford units) that the student plans to enroll in at Stanford. The learning agreement should be approved and signed by the Dean of faculty and administrative staff (international coordinator)

          4.      Two letters of reference, at least one from a teacher at the student’s faculty

When selecting the scholarship recipients, the overall quality of the application, the personal statement especially academic goals and future plans, as well as the interview (if applicable) are all be taken into account.

More information

For further information, please contact the International Office of the University of Iceland by phone 525 4311 or email ask@hi.is

Deadline for applications is February 6, 2018 at 5 p.m. Late applications will not be accepted.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.