Sumarnám erlendis | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám erlendis

Sumarnám erlendis - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nám yfir sumarmánuðina er kjörið tækifæri fyrir nemendur til að taka hluta af námi sínu erlendis, og getur verið góður kostur fyrir þá sem ekki hafa tök á að stunda nám í eitt misseri eða heilt skólaár.Nemendur sem hafa áhuga að fá einingar úr sumarnámi erlendis metnar inn í námsferil við HÍ verða að bera námið undir fulltrúa deildar áður en haldið er utan. Nemandi fyllir þá út námssamning sem samþykktur er af deild viðkomandi. Alþjóðasvið hefur m.a. milligöngu um tilnefningu nemenda í eftirfarandi sumarskóla:

  • Stanford University, Bandaríkjunum
  • Columbia University, Bandaríkjunum 
  • Nordic Centre, Fudan University, Kína
  • Nordic Centre India, námskeið í Hyderabad og Bangalore, Indlandi 
  • Tsinghua University, Kína 
    Nánari upplýsingar

Auk þess hefur Alþjóðasvið milligöngu um val á nemendum í sumarrannsóknarverkefni (SURF) við Caltech, Bandaríkjunum

-------------