Starfsráðgjöf | Háskóli Íslands Skip to main content

Starfsráðgjöf

Netspjall

Náms- og starfsráðgjafar NSHÍ aðstoða nemendur háskólans við að brúa bilið frá námi í starf. Meðal annars er boðið upp á íslenska áhugakönnun, Bendil III, einstaklingsviðtöl, vinnustofur um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og starfsferilsmöppu og undirbúning fyrir atvinnuviðtöl.

Við vekjum sérstaka athygli á Tengslatorgi Háskóla Íslands þar sem háskólanemendur geta sótt um fjölda starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Við hvetjum nemendur í atvinnuleit til að kynna sér Tengslatorgsvefinn og nýta sér þjónustu NSHÍ. Auk þess er gagnlegt efni að finna undir krækjum hér fyrir neðan.

Náms- og starfsráðgjafar sem bjóða nemendum upp á viðtöl og starfsráðgjöf eru: Ástríður Margrét Eymundsdóttir, Jóhanna Sólveig Lövdahl, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Lýdía Kristín Sigurðardóttir og María Jónsdóttir.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
10 + 6 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.