Starfsráðgjöf | Háskóli Íslands Skip to main content

Starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar NSHÍ aðstoða nemendur háskólans við að brúa bilið frá námi í starf. Meðal annars er boðið upp á íslenska áhugakönnun, Bendil III, einstaklingsviðtöl, vinnustofur um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og starfsferilsmöppu og undirbúning fyrir atvinnuviðtöl.

Við vekjum sérstaka athygli á Tengslatorgi Háskóla Íslands þar sem háskólanemendur geta sótt um fjölda starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Við hvetjum nemendur í atvinnuleit til að kynna sér Tengslatorgsvefinn og nýta sér þjónustu NSHÍ. Auk þess er gagnlegt efni að finna undir krækjum hér fyrir neðan.

Náms- og starfsráðgjafar sem bjóða nemendum upp á viðtöl og starfsráðgjöf eru: Ásta Gunnlaug Briem, Ástríður Margrét Eymundsdóttir, Inga Berg Gísladóttir, Jóhanna Sólveig Lövdahl (í leyfi), Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Laufey Guðný Kristinsdóttir og Lýdía Kristín Sigurðardóttir


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.