Skiptinám utan Evrópu | Háskóli Íslands Skip to main content

Skiptinám utan Evrópu

Netspjall

Umsóknarfrestur um skiptinám utan Evrópu er til og með 15. janúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). 

Sótt er um skiptinám til Skrifstofu alþjóðasamskipta. Umsóknir eru sendar inn rafrænt. Eftir að hafa sent inn rafræna umsókn skilar umsækjandi fylgigögnum sem beðið er um í umslagi til Þjónustuborðs á Háskólatorgi. Deild nemanda þarf að gefa samþykki sitt fyrir skiptináminu en það er gert með undirritun námssamnings.

Nemendur sem hyggja á skiptinám þurfa að sinna árlegri skráningu líkt og aðrir nemendur og greiða skráningargjald við HÍ. Hægt er að skrá sig án þess að velja námskeið fyrir komandi skólaár og er skiptinemum ráðlagt að gera það.

Í skiptinámi er gert ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.