Skilyrði fyrir styrk til starfsþjálfunar | Háskóli Íslands Skip to main content

Skilyrði fyrir styrk til starfsþjálfunar

Nemendur eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu hjá háskóla, fyrirtæki eða stofnun sem starfar á sviði sem tengist námi þeirra. Upphæð styrks fer eftir áfangastað en ferðastyrkur nemur 275-820 evrum og dvalarstyrkur 670-770 evrum á mánuði (athugið að upphæðirnar geta verið breytilegar eftir skólaárum).

Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins, er ætlað að stuðla að auknu samstarfi meðal háskóla í Evrópu, styrkja Evrópu sem þekkingarsamfélag og styðja við mótun á samevrópsku, nútímavæddu háskólasamfélagi. Erasmus+ veitir nemendum evrópskra háskóla einstakt tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu í námi sínu og skapa sér sérstöðu á vinnumarkaði. Að auki stuðlar áætlunin að jöfnum tækifærum til náms erlendis með sérstökum viðbótarstyrkjum til að mæta nemendum með sérþarfir.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.