Skilyrði fyrir styrk til starfsþjálfunar | Háskóli Íslands Skip to main content

Skilyrði fyrir styrk til starfsþjálfunar

Netspjall

Nemendur eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu hjá háskóla, fyrirtæki eða stofnun sem starfar á sviði sem tengist námi þeirra. Upphæð styrks fer eftir áfangastað en ferðastyrkur nemur 275-820 evrum og dvalarstyrkur 670-770 evrum á mánuði (athugið að upphæðirnar geta verið breytilegar eftir skólaárum).Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins, er ætlað að stuðla að auknu samstarfi meðal háskóla í Evrópu, styrkja Evrópu sem þekkingarsamfélag og styðja við mótun á samevrópsku, nútímavæddu háskólasamfélagi. Erasmus+ veitir nemendum evrópskra háskóla einstakt tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu í námi sínu og skapa sér sérstöðu á vinnumarkaði. Að auki stuðlar áætlunin að jöfnum tækifærum til náms erlendis með sérstökum viðbótarstyrkjum til að mæta nemendum með sérþarfir.

Skilyrði fyrir styrk eru eftirfarandi:

1.  Starfsþjálfunin verður að tengjast námi umsækjanda. 

2.  Starfsþjálfunin þarf að vera metin sem hluti af námi við HÍ, ýmist í formi eininga eða verði skráð í skírteinisviðauka. Undantekning er gerð ef um er að ræða starfsþjálfun að lokinni brautskráningu.

3.  Dvölin þarf að standa yfir í að lágmarki tvo mánuði og að hámarki í tólf mánuði. Einnig er hægt að fara í starfsþjálfun að loknu námi en sækja þarf um áður en nemandi brautskráist frá Háskóla Íslands og skal starfsþjálfun vera lokið eigi síðar en tólf mánuðum frá brautskráningu. Þeir sem fara í starfsþjálfun að lokinni brautskráningu eiga kost á að fá viðurkenningarskjal sem staðfestir starfsþjálfunina (Europass).

Ekki þarf að vera samningur á milli Háskóla Íslands og gestastofnunar (fyrirtækis, háskóla eða stofnunar) en móttökustofnun þarf að vera í þátttökulandi Erasmus+.

Hverjir geta sótt um styrk (ekki tæmandi listi):

  • Nemendur geta sótt um styrk til starfsþjálfunar hjá háskóla, fyrirtæki eða stofnun sem starfar á sviði sem tengist námi þeirra
  • Nemendur í rannsóknatengdu meistaranámi geta sótt um styrk til að vinna að lokaverkefni á rannsóknarstofu - Nánari upplýsingar
  • Doktorsnemar geta sótt um styrk til vinna að rannsókn sinni erlendis - Nánari upplýsingar
  • Nemendur í heilbrigðisvísindum geta sótt um styrk til klínískrar þjálfunar á sjúkrastofnun     

Að auki geta nemendur sótt um Erasmus+ viðbótarstyrk vegna fötlunar eða sjúkdóms.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.