Rannsóknarvinna fyrir framhaldsnema | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknarvinna fyrir framhaldsnema

Netspjall

Nemendur á framhaldsstigi eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrk til rannsóknarvinnu eða starfsþjálfunar hjá stofnunum og fyrirtækjum innan Evrópu. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir meistaranema og doktorsnema til að vinna að rannsóknum sínum erlendis í samstarfi við háskóla í Evrópu.

Nemendur sækja um styrkinn hjá Skrifstofu alþjóðasamskipta. Umsóknarfrestur er 1. mars á ári hverju. Þó er heimilt er að sækja um eftir auglýstan umsóknarfrest en þeir sem sækja um fyrir 1. mars hafa forgang við úthlutun styrkja.

Upphæð styrks:

  • Ferðastyrkur að fjárhæð 275-820 € eftir áfangastað
  • Dvalarstyrkur að fjárhæð 670-770 € á mánuði eftir áfangastað      

Skilyrði úthlutunar:

  • Lágmarksdvöl er 2 mánuðir en hámarksdvöl er 12 mánuðir
  • Nemendur útbúa Erasmus+ starfsþjálfunarsamning í samráði við leiðbeinanda og doktorsnefnd ef við á. Í samningnum er gert grein fyrir markmiði dvalarinnar og hvernig hún verður metin sem hluti af námsgráðu
  • Hægt er að sækja um starfsþjálfun eftir útskrift ef sótt er um fyrir brautskráningu frá HÍ og dvölinni lýkur innan 12 mánaða frá útskrift

Leiðbeinandi við HÍ og leiðbeinandi við móttökustofnun þurfa að undirrita samninginn áður en styrkumsókn er skilað til Skrifstofu alþjóðasamskipta. Athuga skal að nemendur útvega sér sjálfir leiðbeinanda við móttökustofnun í samráði við leiðbeinanda sinn við HÍ.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.