
Í Háskólagöngunni gefst öllum þeim sem hafa áhuga á að stunda nám við Háskóla Íslands tækifæri til að kynnast háskólasvæðinu og starfinu þar betur.
Í Háskólagöngunni röltir þú um háskólasvæðið með fulltrúa nemenda við Háskóla Íslands og færð að líta inn í allar helstu byggingar skólans. Þar færðu að heyra alls kyns sögur og fróðleik um starfið í byggingunum og á háskólasvæðinu.
Þér gefst líka gott tækifæri til þess að spyrja fulltrúa nemenda um allt það sem þér dettur í hug og tengist náminu í HÍ eða háskólanum sjálfum.
Hafir þú fyrirspurn um bókanir fyrir stærri hópa eða á tímasetningar sem ekki eru auglýstar sendu okkur þá póst á haskolagangan@hi.is
Annað efni sem þú vilt ef til vill skoða betur