Stýrðu starfsferlinum! Atvinnudagar HÍ fara fram dagana 30. janúar - 3. febrúar en þar verður lögð sérstök áhersla á atvinnumál og undirbúning nemenda HÍ fyrir þátttöku á vinnumarkaði undir leiðarstefinu „Stýrðu starfsferlinum“. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með kynningum og fyrirlestrum, ýmist á staðnum eða í streymi. Nemendaráðgjöf HÍ (NHÍ), Tengslatorg HÍ og Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ standa að dagskránni. Dagskráin gæti tekið breytingum svo endilega fylgist vel með hér á vefnum. Aðstoð við gerð ferilskráa og kynningarbréfa í boði alla vikuna / CV writing Náms- og starfsráðgjafar Nemendaþjónustu HÍ bjóða upp á sérstaka ráðgjöf (CV klínik) við gerð ferilskráa og kynningarbréfa á Atvinnudögum HÍ 2023 Stúdentar geta bókað tíma í síma 5254315 eða í afgreiðslu NHÍ á 3. hæð á Háskólatorgi. Örfyrirlestrar um gerð ferilskrár og kynningarbréfs Mælum með því að nemendur kynni sér hagnýt ráð við gerð ferilskrá og kynningarbréfs á örfyrirlestrum NHÍ CV writing and interview preparation 30. janúar 12:00 - 13:00 Opnunarviðburður Atvinnudaga Staðsetning: Litla torg Háskólatorgi Öll velkomin á opnunarviðburð Atvinnudaga HÍ 2023. Létt hádegissnarl í boði. Viðburðinn setja Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra. 13:30 - 14:00 Hvað felst í því að stýra eigin starfsferli í nútímasamfélagi?Hér má horfa á upptöku af fyrirlesturinum. Að velja háskólanám og skapa sér tækifæri að námi loknu krefst frumkvæðis og aðlögunarhæfni. María Dóra Björnsdóttir deildarstjóri Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands mun fjalla um hvernig stúdentar geta haft áhrif á eigin starfsferil frá því að þau velja sér háskólanám, meðan á námi stendur og þar til þau útskrifast. Einnig mun María kynna þá sérhæfðu þjónustu sem nemendum stendur til boða og útskýra hvernig þau geta nýtt sér hana til að móta eigin starfsferil. Hér má finna glærur fyrirlestrarins. 13:30 - 15:30 Starfsþróun doktorsnema / PhD Career Exploration Place: Setberg 305 and online (Open only to doctoral students)Registration on Ugla (open for students and staff of HÍ) for attendance on site or distance. Distance students will get a Zoom link Coaches:Mariska Roelofs-Poelman, Career counsellor for PhD Students, Tampere University, Finland Toby Erik Wikström, UI Graduate School / Centre for Research in the Humanities Are you so busy with your PhD studies that you don't have time to think about what comes after you graduate? Don´t you have a clue about what a PhD can do except for continuing in Higher Education? This workshop will help you explore future career options. We will look at major skills needed on the future job market in Iceland and abroad, and gain knowledge about different online tools for PhD student professional development. The workshop will be taught in English and in blended form. You choose to attend in person or online, via Zoom. If you register for Zoom you will receive a link the day before the workshop. The workshop is part of the UI 2023 Career Days and the PhD Student Toolbox. For more information, contact Toby Erik Wikström, Project Manager at the Graduate School (tew@hi.is). 31. janúar 12:00 - 12:50 Hvað verður um þá? Afdrif doktora HÍ / Where do they end up? Career outcomes of UI PhDs Staðsetning: Í streymi (Opið öllum)Skráning Hvaða störf stunda brautskráðir doktorar við Háskóla Íslands að námi loknu og hvar í heiminum starfa þeir? Glænýr gagnagrunnur Háskóla Íslands um útskrifaða doktora (e. PhD Alumni Database) https://phd.hi.is/ veitir doktorsnemum, leiðbeineindum og öllum öðrum með áhuga á doktorsnámi svör við þessar mikilvægu spurningar, auk þess sem hann sýnir atvinnuveitendum hversu fjölbreyttar starfsleiðir doktorar eru.Guðbjörg Linda Rafnsdóttir aðstoðarrektor vísinda & nýsköpun og prófessor í félagsfræði opnar phd.hi.is.Toby Erik Wikström verkefnisstjóri Miðstöðvar framhaldsnáms og sérfræðingur við Hugvísindastofnun lýsir í stuttu máli ástæðunni fyrir vefsíðuna og markmiði hennar.Eyrún Lóa Eiríksdóttir hönnuður vefsíðunnar, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði og verkefnisstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs, veitir stutta leiðsögn um vefsíðuna.Mariska Roelofs-Poelman náms- og starfsráðgjafi við Tampereháskóli í Finnlandi greinir mynstur í afdrifum doktora HÍ frá sínu alþjóðlega sjónarhorni og bendir á tækifæri sem doktorar Hí hafa kannski ekki velt fyrir sér. Fundargestum gefst svo tíma að grúska í vefsíðunni og segja stuttlega frá uppgötvunum sínum um afdrif doktora. Kynningin er hluti af dagskrá Atvinnudögum HÍ 2023, er haldin á Zoom og fer fram á ensku. 12:30 - 13:00 PAN SEAL – tækifæri til starfsþjálfunar Staðsetning: Hér má horfa á upptöku af viðburðinum Möguleikar á starfsþjálfun hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) og Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) í gegnum evrópsku PAN SEAL starfsþjálfunaráætlunina Tilgangurinn er að kynna þau tækifæri sem bjóðast stúdentum Hí í gegnum PAN SEAL starfsþjálfunaráætlunina. Eiríkur Sigurðsson er nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann hefur viðamikla reynslu af kynningar- og markaðsmálum, nýsköpun og menntamálum eftir störf fyrir nokkur fremstu nýsköpunarfyrirtæki landsins og Háskólann í Reykjavík. Oddur Sturluson er verkefnisstjóri Nýsköpunarstofu menntunar og nýsköpunartengdra viðburða hjá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við ráðgjöf og verkefnastjórnun í nýsköpunartengdum verkefnum síðan 2013 og hefur aðstoðað hátt í 80 tækni- og nýsköpunarfyrirtæki við að stækka og þróast. 12:30 - 13:15 Kynningarfundur um nýsköpunarhraðal HÍ – AWE Staðsetning: Gróska hugmyndahús, Fenjamýri Á fundinum verður farið yfir hvað felst í þátttöku í hraðlinum, hvernig hann fer fram og hvenær, hvaða stuðningur verður í boði í gegnum hraðalinn auk þess sem farið verður yfir öll praktísk atriði sem tengjast nýsköpunarhraðli HÍ- AWE. Fundurinn verður í Fenjamýri í Grósku sem hluti af Atvinnudögum HÍ 2023 en hann verður einnig tekinn upp á ZOOM fyrir þær sem eiga ekki heiman gengt og verður slóð sett inn á vefinn www.awe.hi.is eftir fundinn. Virkjum nýsköpunarkraft kvenna! Dagskrá fundar: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ávarpar gesti Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ávarpar gesti Mentorar hraðalsins og frumkvöðlarnir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch og Fida Abu Libdeh fara yfir dagskrá nýsköpunarhraðalsins og hagnýt mál sem tengjast þátttöku í honum Grace Achieng, stofnandi Gracelandic og þátttakandi í hraðlinum 2022, deilir reynslu sinni Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður FKA, slítur fundi Eftir fundinn geta viðstaddir spurt spurninga og fengið svör Nánari upplýsingar á www.awe.hi.is 13:15 - 13:45 Join the volunteer party at Iceland Innovation WeekHér má finna upptöku af viðburðinum Iceland Innovation Week is a festival celebrating and showcasing innovation everywhere, everything from startups to large organisations. We at Iceland Innovation Week are looking for enthusiastic individuals to come join our party and help us make the festival into the best it can be. 1. febrúar 11:45 - 13:00 Starfsþjálfun - samvinna og samstarf. Staðsetning: Gróska, Fenjamýri Hádegisviðburður Viðskiptafræðideildar og Tengslatorgs HÍ. Dagskrá: Gylfi Magnússom deildarforseti Viðskiptafræðideildar býður gesti velkomna Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus kemur og segir frá reynslu sinni af að vera með starfsnema. Aron Jóhannsson fyrrverandi starfsnemi hjá Crowberry kemur og segir frá reynslu sinni Jónína Kárdal verkefnisstjóri kynnir Tengslatorg HÍ Að lokum verður boðið upp á spurningar Allir velkomnir, létt hádegissnarl í boði. 13:30 - 14:00 Tengsl og tunga Staðsetning: Hér má finna upptöku af viðburðinum Bragi Valdimar Skúlason, íslensku-, auglýsinga og tónlistarmaður fjallar um mikilvægi þess að koma vel fyrir sig orði við tengslamyndun. Lesa aðstæður, þekkja viðmælendur og nýta sér málið til að auka möguleika og vekja á sér athygli í atvinnuleit. 2. febrúar VIÐBURÐI FRESTAÐ Hvernig verði ég öflugur leiðtogi og liðsmaður í teymi? Staðsetning: Í streymi á Teams Í okkur öllum býr leiðtogi og við getum öll orðið öflug í teymisvinnu. Við öðlumst aðgengi af þessum styrkleikum með því að æfa okkur. Það felst í því að gera allskonar litla hluti eins og að spyrja spurninga og vera forvitin, bjóðast til að aðstoða, sýna frumkvæði, standa með þeim sem standa höllum fæti, vera málsvari, stíga fram, vera virk, viðurkenna veikleika, biðja aðra um hjálp, hvetja og vera vakandi í okkar lífi. Hvaða þætti er mikilvægt að æfa og hvernig gerum við það? Um það ætlum við að hugsa, tala og pæla í. Verið öll hjartanlega velkomin og munum að þar sem allir hugsa eins er lítið hugsað. Komið því til leiks með opin huga og óhrædd við að taka þátt í samtali um leiðtoga og teymisvinnu. Jakob Frímann Þorsteinsson (jakobf@hi.is) er aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1993 og MA-prófi í náms- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands árið 2011. Hann hefur unnið lengi við tómstunda- og skólastarf, m.a. í félagsmiðstöðvum, við faglega stjórnun, í grunnskóla og verið virkur í ýmsum félagasamtökum. Helstu viðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum eru á sviði útimenntunar og tómstunda- og menntunarfræða, leiðtogafræði, þróunar kennsluhátta í háskóla og formgerða náms. 11:45 - 12:50 Að hasla sér völl: tækifæri í hugvitahagkerfi Íslands fyrir doktora | Getting in on the Action: Opportunities in the Icelandic Knowledge Economy for PhDs Place: Gróska Creative Community / Á ParkettinuRegistration here or by email tew@hi.is / A light lunch will be served. ParticipantsEinar Mäntylä, CEO, Technology Transfer Office IcelandKathryn Gunnarsson & Hulda Þorsteinsdóttir, Co-founders and owners, GEKO ConsultingKristján Kristjánsson, CEO og co-founder, 50skills Moderator: Toby Erik Wikström, University of Iceland Graduate School Today the Icelandic economy is more than just fish and tourism: many knowledge-intensive companies have been founded in the past years in sectors such as green energy, pharmaceuticals and software development. But what does the new knowledge landscape look like, and what employment opportunities does it offer to PhDs? In this event, roundtable experts will give us insight into the exciting, dynamic knowledge economy taking shape in Iceland, identify companies and institutions likely to be interested in PhDs, and explain how PhDs with much education but perhaps less work experience can get in on the action in the new knowledge domain. The roundtable is part of the 2023 UI Career Days and the PhD Student Toolbox. For more information, contact Toby Erik Wikström, Project Manager at the Graduate School (tew@hi.is). 3. febrúar 13:00 Veistu allt? Staðsetning: Í streymi á Teams Fjármála- og atvinnulífsnefnd býður upp á Kahoot í lok Atvinnudaga HÍ 2023. Tilvalið að mæta og láta reyna á allt það sem stúdentar þykjast vita og skemmta sér um leið. Verðlaun í boði fyrir 1. sæti Hlökkum til að sjá þig facebooklinkedintwitter