Skip to main content

Atvinnudagar HÍ 2022 - Starfshæfni framtíðar

Atvinnudagar HÍ 2022 - Starfshæfni framtíðar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Atvinnudagar HÍ fara fram dagana 31. janúar - 4. febrúar en þar verður lögð sérstök áhersla á atvinnumál og undirbúning nemenda HÍ fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Boðið verður upp á stafræna dagskrá með margvíslegum kynningum og fyrirlestrum. 

Náms- og starfsráðgjöf HÍ (NSHÍ) og Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ standa að dagskránni.

Hér má finna upptökur af fyrirlestrum Atvinnudaga 2022. Upptökurnar eru opnar til 11. febrúar. 

Dagskrá:

Mánudagur 31. janúar

  • Kl. 12:00 - 12:30 - Opnun Atvinnudaga 2022

Ávarp: Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar

Starfsframi - heppni eða ákvörðun?

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri - CEO
Ragnhildur var ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna í janúar 2019 en hafði starfað sem aðstoðarforstjóri WOW Air frá því í ágúst 2017. Þar áður var Ragnhildur framkvæmdastjóri rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og forstjóri Promens í rúm fimm ár. Þar á undanstarfaði Ragnhildur hjá Icelandair/Flugleiðum í sex ár og gegndi stöðu forstjóra í lok þess tíma.

Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk CS-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1995, MS-prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Wisconsin árið 1996 og MS-prófi í viðskiptafræði frá sama skóla 1998.

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi hér.

Hvernig kemst ég í faglegt samband við atvinnumarkaðinn?
Hvaða áherslur á ég að hafa í ferilskránni minni og til hvers er kynningarbréf?
Hvernig nýti ég tækifæri í atvinnuviðtali til að koma mér enn betur á framfæri?
Vegna óviðráðanlegra orsaka bjóðum við upp á upptöku af fyrirlestri síðan á Atvinnudögum 2021 með Aðalbjörgu Guðmundsdóttur náms- og starfsráðgjafa.

Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér.

How do I connect with the workmarket?
What should I emphasize in my CV and what are cover letters for?
How do I use the job interview to really put myself out there?
Listen to our online lecture and get the answers to these questions from Jónína Kárdal, career and guidance counsellor
Listen here

Þriðjudagur 1. febrúar

Fáðu aðstoð við að yfirfara ferilskrána hjá sérfræðingum náms- og starfsráðgjafar HÍ.

Bókaðu tíma hérhttps://forms.gle/aPUJ8TFBgoTyeLY77

Ertu svo önnum kafin(n) í doktorsnáminu að þú hefur ekki tíma til að hugsa um hvað tekur við að námi loknu? Hefurðu ekki hugmynd um hvað doktor getur gert í framtíðinni fyrir utan að kenna á háskólastigi? Í þessari vinnustofu færðu aðstoð við að kanna framtíðarstörf við hæfi. Við ætlum að skoða hvaða færni vinnumarkaðurinn krefst í framtíðinni ásamt ýmsum rafrænum möguleikum til starfsþróunar.

Ath. viðburðurinn er aðeins fyrir doktorsnema.

Frekari upplýsingar og skráning hér

Í fyrirlestrinum mun Beggi Ólafs fara yfir þætti sem gott er að hafa í huga til þess að hámarka líkurnar á árangursríkri vegferð inn á vinnumarkað. Markmiðið með fyrirlestrinum er að þú öðlist lærdóm sem þú getur hagnýtt þér í lífi og starfi.

Bergsveinn Ólafsson er doktorsnemi í sálfræði, með BS-próf í sálfræði, MS-próf í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar „Tíu skref, í átt að innihaldsríku lífi“. Beggi brennur fyrir að hjálpa fólki að lifa innihaldsríku lífi.

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi hér

Miðvikudagur 2. febrúar

Vísindagarðar Háskóla Íslands bjóða nemendum á stefnumót við magnaða reynslubolta úr atvinnulífinu sem miðla af eigin reynslu og gefa góð ráð um það hvað skili bestum árangri þegar námi lýkur og vinnan tekur við.

Gestir í pallborði verða Ásdís Eir Símonardóttir frá Lucinity, Leifur Geir Hafsteinsson frá Sidekick Health, Guðlaugur Örn Hauksson frá Íslandsbanka og Hérdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi. 

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi hér

Fáðu aðstoð við að yfirfara ferilskrána hjá sérfræðingum Náms- og starfsráðgjafar HÍ.

Bókið tíma hér: https://forms.gle/2E278mygm8YuscMA7

Kristjana Björk Barðdal stofnaði Reboot Hack ásamt tveimur bekkjarsystrum sínum úr tölvunarfræði í HÍ vorið 2019. Reboot Hack er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið sem hefur verið haldið á Íslandi. Í fyrirlestrinum segir Kristjana frá því hvernig hugmyndin varð að veruleika.

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi hér

Fimmtudagur 3. febrúar

Fáðu aðstoð við að yfirfara ferilskrána hjá sérfræðingum Náms- og starfsráðgjafar HÍ.

Bókið tíma hér: https://forms.gle/CLo3Dnwdf4gURRaw9

  • Kl. 12:00 - 12:30 - Undirbúningur fyrir atvinnuviðtalið - Hagvangur

Atvinnuviðtalið er sá hluti ráðningarferlisins sem hefur hvað mest um það að segja hvort fólk landar starfi. Því skiptir miklu máli að huga vel að undirbúningi fyrir viðtöl. Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, fer í þessu erindi yfir nokkur góð ráð sem hægt er að nýta sér í undirbúningi fyrir atvinnuviðtal. 

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi hér.

Pallborðsumræður með doktorum sem hafa útskrifast úr ólíkum fræðigreinum og fetað aðra leið á atvinnumarkaði en hina hefðbundnu akademísku eða unnið bæði innan og utan háskólans. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Frekari upplýsingar og skráning hér

  • Kl. 12:00 - 14:00 - Upphaf AWE-nýsköpunarhraðalsins fyrir konur

Fyrsta vinnulota í HÍ AWE nýsköpunarhraðlinum fyrir konur hefst í dag

Nánari upplýsingar um hraðalinn er að finna á awe.hi.is

  • Kl. 12:30 - 13:00 - Að stíga með styrk inn í atvinnulífið

Öryggi í framkomu getur verið lykilatriði þegar kemur að því að finna hæfileikum þínum og þekkingu góðan farveg í atvinnulífinu, starfsvettvang þar sem þú getur blómstrað. María Ellingsen, leikkona og stjórnendaþjálfari, fer yfir nokkur lykilatriði sem geta komið að góðu gagni á þessum tímamótum en hún hefur kennt vinsæl námskeið um framkomu og ræðumennsku um árabil. 

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi hér.

Föstudagur 4. febrúar

Fáðu aðstoð við að yfirfara ferilskrána hjá sérfræðingum Náms- og starfsráðgjafar HÍ.

Bókið tíma hérhttps://forms.gle/7gydZGGRBxsfBCiB8

Íslenska hagkerfið snýst um fleira en fiskútflutning og ferðamennsku. Fjölmörg þekkingarfyrirtæki hafa verið stofnuð síðustu árin á sviðum á borð við græna orku, lyfjaframleiðslu og hugbúnaðarþróun. En hvernig lítur þetta nýja hugvitslandslag nákvæmlega út og hvaða atvinnutækifæri býður það upp á fyrir doktora? Fyrirlesarar veita yfirsýn yfir spennandi þekkingarhagkerfi í síþróun, benda á fyrirtæki og stofnanir sem eru líklegar til að leita að doktorum til starfa og skýra hvernig doktorar með mikla menntun en hugsanlega minni reynslu úr atvinnulífi geta haslað sér völl í hinum nýja þekkingarheimi.

Frekari upplýsingar og skráning hér.