Skip to main content

Aðgengissetur

Aðgengissetur Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands er til húsa í Háskólatorgi, stofu 302 á 3. hæð. Tölvuverið hefur 10 vinnustöðvar.

Aðgengissetur hefur þrjú meginhlutverk:

  1. Próftökuherbergi fyrir nemendur sem þurfa að þreyta próf á tölvu vegna dyslexíu, sjónskerðingar eða hreyfihömlunar.
  2. Þjálfunarmiðstöð þar sem nemendur með dyslexíu eða skerta sjón hafa tækifæri til að prófa og læra á hugbúnað sem gæti orðið þeim til framdráttar í námi.
  3. Vinnuaðstaða fyrir nemendur með dyslexíu og skerta sjón, hreyfihamlaða og blinda.

Sem þjálfunarmiðstöð sinnir aðgengissetur NHÍ fyrst og fremst þeim stóra hópi nemenda sem greinst hefur með dyslexíu eða eru sjónskertir. Sem prófherbergi og vinnuaðstaða nýtist aðgengissetrið öllum stúdentum sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda í námi.

Aðgengissetrið er upptekið þessa daga vegna prófa:

  • 19. júní kl. 11:00-15:00