
Næringarfræði
120 einingar - MS gráða
Námið samanstendur af fjölbreyttum námskeiðum og einstaklings rannsóknarverkefni sem unnið er undir handleiðslu og í samstarfi við kennara og fleiri fagaðila.
Áherslulínur í næringarfræði
Klínísk næringarfræði
Lýðheilsunæringarfræði
Íþróttanæringarfræði
Rannsóknir

Um námið
Um er að ræða hagnýtt, einstaklingsmiðað framhaldsnám með rannsóknarverkefni. Boðið er upp á eitt kjörsvið, klíníska næringarfræði í samstarfi við Næringarstofu Landspítala. Takmarkaður fjöldi nema kemst í þetta nám. Aðrar áherslur eru m.a. á lýðheilsunæringarfræði,
íþróttanæringarfræði, rannsóknir og vísindi.

Hvað er næringarfræði?
Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein sem fjallar að töluverðu leyti um líffræði mannsins og heilsu.
Næringarfræðin tekur einnig mið af umhverfinu, sjálfbærri nýtingu og býður upp á þjálfun í notkun mismunandi aðferðafræði.
Næringarfræðingar hafa hæfni til að vinna í heilbrigðisþjónustu, að forvörnum eða næringarmeðferð, auk verkefna- og rannsóknavinnu.

Að námi loknu
Útskrifaðir næringarfræðingar (með MS próf) vinna meðal annars við rannsóknir, vöruþróun, markaðsmál, kynningarmál, áætlanir, eftirlit, gæðamál, stjórnun og ráðgjöf hjá einkafyrirtækjum, rannsóknastofnunum, eftirlits- og stjórnsýslustofnunum, háskólum og öðrum menntastofnunum, og heilbrigðisstofnunum.
Samstarf
Helsta samstarf innan næringarfræði við HÍ er við Rannsóknastofu í næringarfræði sem heyrir undir Háskóla Íslands og Landspítala.
Öflugt samstarf er einnig á milli kennara deildarinnar og stofnana og fyrirtækja innanlands, t.d. margra deilda Landspítala, Lýðheilsustöðvar, Miðstöðvar heilsuverndar barna, Matís ohf og fyrirtækja í iðnaði.

Félagslíf
Hnallþóra er nemendafélag matvæla- og næringarfræðinema við HÍ. Megin markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra. Hnallþóra sér um að halda uppi öflugu félagslífi fyrir nemendur deildarinnar m.a. með nýnemaferðum, árshátíð og vísindaferðum með heimsóknum til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu
Hafðu samband
Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16
101 Reykjavík
Sími: 525 4867
mn@hi.is
Opið alla daga frá 09:00 - 12:00
