
Næringarfræði
120 einingar - MS gráða
. . .
Hagnýtt og fjölbreytt framhaldsnám í öflugu rannsóknaumhverfi. Námið veitir rétt til að sækja um lögverndað heiti næringarfræðings. Áherslulínur eru: Klínísk næringarfræði, lýðheilsunæringarfræði, íþróttanæringarfræði eða rannsóknir.
Viltu vita meira?

Um námið
MS-nám í næringarfræði er hagnýtt, einstaklingsmiðað nám með rannsóknarverkefni. Það skiptist í 30e af námskeiðum af öllum helstu sviðum fagsins og 90e rannsóknaverkefni sem unnið er undir handleiðslu kennara og annarra sérfræðinga.
Hægt er að velja kjörsviðið klíníska næringarfræði sem kennt er í samstarfi við Næringarstofu Landspítala en takmarkaður fjöldi kemst inn.

Áherslulínur
Í MS-námi í næringarfræði er hægt að velja um eftirfarandi áherslulínur:
- Íþróttanæringarfræði
- Klínísk næringarfræði
- Lýðheilsunæringarfræði
- Rannsóknir
Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 7,0. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja MS-nám.