Skip to main content

Næringarfræði

Næringarfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Hagnýtt og fjölbreytt framhaldsnám í öflugu rannsóknaumhverfi. Námið veitir rétt til að sækja um lögverndað heiti næringarfræðings. Áherslulínur eru: Klínísk næringarfræði, lýðheilsunæringarfræði, íþróttanæringarfræði eða rannsóknir.

Um námið

MS-nám í næringarfræði er hagnýtt, einstaklingsmiðað nám með rannsóknarverkefni. Það skiptist í 30e af námskeiðum af öllum helstu sviðum fagsins og 90e rannsóknaverkefni sem unnið er undir handleiðslu kennara og annarra sérfræðinga.

Hægt er að velja kjörsviðið klíníska næringarfræði sem kennt er í samstarfi við Næringarstofu Landspítala en takmarkaður fjöldi kemst inn.

Nánar

Áherslulínur

Í MS-námi í næringarfræði er hægt að velja um eftirfarandi áherslulínur:

 • Íþróttanæringarfræði 
 • Klínísk næringarfræði
 • Lýðheilsunæringarfræði
 • Rannsóknir

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 7,0. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja MS-nám.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Atli Arnarson
Atli Arnarson
MS og PhD í næringarfræði

Mikill áhugi á lífeðlisfræði leiddi mig út í nám í næringarfræði en flestar rannsóknir innan næringarfræðinnar tengjast sterkt inn á þá fræðigrein. Ég hef starfað við ýmsar rannsóknir á Rannsóknastofu í næringarfræði, en mestur tími fer þó í doktorsverkefnið mitt sem fjallar um áhrif mjólkurpróteina á árangur styrktarþjálfunar og ýmsar heilsufarsbreytur meðal aldraðra. Ég hef einnig kennt sem  leiðbeinandi í verklegum æfingum í BS-námi í næringarfræði eftir að ég lauk sjálfur MS-námi í greininni. Áður en ég hóf undirbúningsnám fyrir MS-námið í næringarfræði lauk ég BS-námi í líffræði við Háskóla Íslands. Þessar fræðigreinar eiga vel saman.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

MS-gráða í næringarfræði veitir rétt til þess að sækja um löggilt heiti næringarfræðings hjá Embætti landlæknis.

Störf næringarfræðinga eru mjög fjölbreytt, til dæmis rannsóknir, vöruþróun, markaðsmál, kynningarmál, áætlanir, eftirlit, gæðamál og ráðleggingar um mataræði. Þeir starfa meðal annars hjá einkafyrirtækjum, rannsóknastofnunum, eftirlits- og stjórnsýslustofnunum, háskólum, öðrum menntastofnunum, og heilbrigðisstofnunum.

Að loknu MS-námi er hægt að sækja um doktorsnám í næringarfræði.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

 • Klínísk störf
 • Rannsóknir
 • Vöruþróun
 • Markaðsmál
 • Kynningarmál
 • Kennsla
 • Stjórnun og ráðgjöf
 • Þróunarhjálp

Félagslíf

Hnallþóra er félag matvæla- og næringarfræðinema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra.

Hnallþóra heldur uppi öflugu félagslífi, þar á meðal eru árshátíðin og reglulegar vísindaferðir og heimsóknir til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu.

Facebook síða Hnallþóru

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Aragata 14
102 Reykjavík
Sími: 525 4867
mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12