Miðaldafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Miðaldafræði

Miðaldafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Miðaldafræði er þverfræðileg grein þar sem teknir eru til rannsóknar valdir þættir úr sögu, menningu, trúarbrögðum, bókmenntum, listum og heimspeki Evrópu á tímabilinu 500 til 1500.

Um námið

Meginmarkmið miðaldafræða á MA-stigi er að veita stúdentum með viðeigandi bakgrunn færi á að stunda markvisst rannsóknanám á kjörsviði sínu undir handleiðslu viðurkenndra fræðimanna og jafnframt búa þeim umgjörð sem geri þeim kleift að hljóta þá þekkingu og færni sem krafist er á rannsóknarsviðinu.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf eða jafngildi þess með fyrstu einkunn (7,25) eða jafngildi hennar (lágmarkskrafa).

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.