Skip to main content

Miðaldafræði

""

Miðaldafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Miðaldafræði er þverfræðileg grein þar sem teknir eru til rannsóknar valdir þættir úr sögu, menningu, trúarbrögðum, bókmenntum, listum og heimspeki Evrópu á tímabilinu 500 til 1500.

Um námið

Meginmarkmið miðaldafræða á MA-stigi er að veita stúdentum með viðeigandi bakgrunn færi á að stunda markvisst rannsóknanám á kjörsviði sínu undir handleiðslu viðurkenndra fræðimanna og jafnframt búa þeim umgjörð sem geri þeim kleift að hljóta þá þekkingu og færni sem krafist er á rannsóknarsviðinu.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur um námið þurfa að hafa lokið BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi frá viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar og skal lokaverkefni hafa hlotið fyrstu einkunn hið minnsta.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.