
Menntunarfræði leikskóla
120 einingar - M.Ed. gráða
Ertu með bakkalárgráðu í annarri háskólagrein og langar að verða leikskólakennari? M.Ed.-nám í menntunarfræði leikskóla er ætlað fólki sem hyggur á störf í leikskóla og lokið hefur grunnnámi í grein sem samþætta má menntun barna í leikskóla. Leikskólakennarar starfa á margvíslegum vettvangi, m.a. sem leikskólastjórar, deildarstjórar, kennslufulltrúar, þróunarfulltrúar og við ýmiss konar ráðgjöf.

Um námið
M.Ed. í menntunarfræði leikskóla er tveggja ára meistaranám sem lýkur með 30 eininga lokaverkefni. Í náminu öðlast nemendur þekkingu í leikskólafræði, aðferðafræði og fræðilegri undirstöðu uppeldis og menntunar. Allir nemendur stunda vettvangsnám í leikskóla á námstímanum.

Launað starfsnám og eitt leyfisbréf
Kennaranemar í leik- og grunnskólakennaranámi geta verið í 50% launuðu starfsnámi á lokaári sínu og þeir sem velja M.Ed. leið skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð. Allir kennaranemar útskrifast með leyfisbréf með heimild til kennslu á þremur skólastigum.
Bakkalárpróf með fyrstu einkunn (7,25) eða hærra í grein sem tengist uppeldis- og kennslufræði eða námssviðum leikskóla.