
Menntun framhaldsskólakennara
MS gráða
Stúdent skal hafa lokið minnst 120e á BS-stigi í þeirri grein sem hann hyggst innritast í til MS-prófs. Á kjörsviðum í deildum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs er miðað við að meðaleinkunn BS-prófs sé 6,5.

Um námið
Fjögur námskeið í 40 eininga kjarna í kennslufræði ber að taka öll á sama háskólaárinu.
Þeir uppfylla skilyrði laga nr 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og reglugerðar nr 872/2009 um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara sótt um leyfisbréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Kjörsvið á Verkfræði- og náttúrvísindasviði
Á kjörsviðum í deildum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs er miðað við að meðaleinkunn BS-prófs sé 6,5. Á kjörsviði í næringarfræðikennslu er miðað við meðaleinkunnina 7,0 og í sálfræði er miðað við meðaleinkunnina 6,5. Á kjörsviðum í deildum Félagsvísindasviðs er miðað við meðaleinkunnina 7,25. Umsóknir umsækjenda með bakkalárpróf í grunnskólakennslu eða greinum sem eru skyldar kennslugreininni verða metnar eftir sérstökum reglum sem oft koma fram í reglum um áherslusviðið.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
Opið virka daga frá 8:30-16
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
s. 525 4466 - sensgraduate@hi.is
Facebook
