
Menntun án aðgreiningar
120 einingar - MT gráða
Námið er ætlað kennurum í leik- og grunnskólum sem vilja styrkja sig sem fagmenn í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi. Með sérhæfingunni er komið til móts við brýna þörf fyrir framhaldsmenntun kennara sem starfa í breyttu umhverfi. Jafnframt er brugðist við hraðri fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku í leik- og grunnskólum.

Um námið
Markmið með náminu er að kennarar geti styrkt sig sem fagmenn í kennslu í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Sjónum er einkum beint að því hvernig skólastarfið getur búið nemendum með ólíkar forsendur til náms aðstæður til að þroskast og læra í samfélagi við aðra nemendur og kennara sína.
Rétt til að sækja um inngöngu í framhaldsnám á þessari námsleið eiga þeir sem hafa lokið fullgildu kennaranámi með fyrstu einkunn (7,25). Umsækjendur skulu hafa leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Gilt er talið nám frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og öðrum sambærilegum menntastofnunum.

Félagslíf
Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!
Þú gætir líka haft áhuga á: | ||
---|---|---|
Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed. | Kennslufræði og skólastarf | Mál og læsi, M.Ed. |
Þú gætir líka haft áhuga á: | |
---|---|
Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed. | Kennslufræði og skólastarf |
Mál og læsi, M.Ed. |
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is
Fyrirspurnum um nám í deildinni skal beina til Bryndísar Garðarsdóttur deildarstjóra Deild kennslu- og menntunarfræði
netfang: bryngar[hja]hi.is, símanr. 525 5342
