Skip to main content

Menntun framhaldsskólakennara, viðbótardiplóma

Menntun framhaldsskólakennara

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Ertu með meistara- eða doktorsgráðu og langar að kenna í framhaldsskóla? Menntun framhaldsskólakennara til viðbótardiplómu er sérstaklega skipulagt fyrir þá sem hafa þegar lokið framhaldsnámi og vilja afla sér kennsluréttinda í grein sinni. Námið er skipulagt sem eins árs staðbundið nám en hægt er að skipta því á tvö ár.

Um námið

Námið er til viðbótardiplómu, 60 einingar, og skipulagt sem eins árs staðbundið nám en hægt er að skipta því á tvö ár. Mætingarskylda er í kjarnanámskeið og vettvangsnám og eru þau tekin á sama háskólaári:

  • Inngangur að kennslufræði (10e)
  • Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (10e)
  • Kennsla á vettvangi I og II (10Ve) 
  • Bundið val eftir faggrein I og II (10e)

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Meistara- eða doktorspróf til viðbótar við bakkalárpróf í kennslugrein eða greinasviði framhaldsskóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Viðbótardiplóma að lokinni meistara- eða doktorsgráðu veitir rétt til að sækja um starfsleyfi kennara. Atvinnumöguleikar að loknu námi eru miklir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla í framhaldsskóla
  • Sérfræðistörf innan menntakerfisins

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is